Reply To: Nýjar Leiðir 2016– 2017

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar Leiðir 2016– 2017 Reply To: Nýjar Leiðir 2016– 2017

#63008
AB
Participant

Austurhryggur Skessuhorns

AI2 M4, 350 m. FF: Andri Bjarnason, Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson, mars 2016.

Leiðin fylgir A-hrygg Skessuhorns til að byrja með í gegnum ágætis mix-höft. Tekur svo sveig til hægri, framhjá íslausum, bröttum höftum, og þaðan skáhallt upp til vinstri, alveg upp á tind Skessuhorns. Í góðum ísaðstæðum er mögulegt að beinni lína sé möguleg. Mestu erfiðleikar í höftunum í fyrstu spönn.

Klifraðar voru tvær langar spannir en síðan á hlaupandi tryggingum upp á topp. Aðallega var tryggt með bergtryggingum.