Reply To: (Icelandic) Ísklifuraðstæður 2016-2017

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur (Icelandic) Ísklifuraðstæður 2016-2017 Reply To: (Icelandic) Ísklifuraðstæður 2016-2017

#62132
Arni Stefan
Keymaster

Ísbíltúrs report 20.nóv:

Búahamrar: aðeins að myndast en ekkert inni
Vesturbrúnir: Styttist í þetta, Vopnin Kvödd og Robba/Leichfried leiðir líklega inni, Miðgil þunnt.
Eilífsdalur: Blár úr fjarska
Kjós: Ekkert inni en aðeins byrjað að myndast. Sást í rennandi vatn í Ásláki, Spori og co. þunnt en frosið. Varla tryggjanlegt.
Hvalfjörður: Nóngil byrjað að hrímast.
Brynjudalur: Skán á klettum og eitthvað kertað en ekkert inni. Nálaraugað mögulega fært á klettatryggingum, Ýringur þunnur, Óríon þunnur.
Múlafjall: Dass af ís en hefði líklega gott af nokkrum dögum í viðbót.
Villingadalur: Fossarnir mjög þunnir en kemur líklega á næstu dögum.
N veggir Skarðsheiðar: Skyggni lélegt en leit frekar hvítt út svona heilt yfir.

Mundi segja að flest þurfi smá stund í viðbót, líklega topp aðstæður næstu helgi ef það hlánar ekki of mikið í vikunni.