Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
Otto Ingi
ParticipantÉg, Palli Sveins og Siggi Tommi fórum Þrym í Glymsgili á sunnudaginn (31.01.20221). Eitthvað af myndum hér
Gilið er tæplega göngufært, en við sigum niður í gilið.
Otto Ingi
ParticipantÉg, Palli og Baldur fórum í Skálagil í Haukadal síðasta sunnudag. Mætti alveg vera meiri ís en engu að síður flottar aðstæður. Myndir hér
Otto Ingi
ParticipantHæhæ,
Ég, Baldur og Palli fórum í Múlafjall á laugardaginn. Það var gott sem enginn ís þegar við mættum en það var komin smá skán í lok dags, þetta gerist semsagt hratt þegar þetta byrjar. Miðað við veðurspánna þessa vikuna þá hef ég fulla trú á að það verði flottar mix aðstæður í múlafjalli næstu helgi.
Hér er tengill á facebook myndasafn með myndum frá því um helgina.Otto Ingi
ParticipantÉg held að ÍSALP ætti að beita sér fyrir því að koma Sigga inn á Alþingi 😛
Otto Ingi
ParticipantTil í fund um þessi boltamál í Stardal.
Ég vil byrja á að segja að ég er alfarið á móti boltun klifurleiða í Stardal. Það væri eitthvað sem gæti auðveldlega farið úr böndunum auk þess sem að það myndi trufla mig sem dótaklifrara að sjá bolta innan seilingar í miðri dótaklifurleiðslu.
Ég væri hinsvegar til í að fá boltuð akkeri í Stardal.
– Fyrir vel valdar leiðir boltuð akkeri fyrir neðan brún þannig að hægt sé að nota þau fyrir top rope. Athuga, ég segi vel valdar leiðir, það þýðir ekki 100 top rope akkeri. Mikið af leiðum þarna henta einfaldlega ekki fyrir top-rope og þá yrðu enginn boltuð top rope-akkeri í þeim leiðum. Svo eru aðrar leiðir ekki það skemmtilegar að þær yrðu mikið top-rope-aðar, ástæðulaust að vera að klína inn tope-rope í leið sem yrði kanski klifruð einu sinni á fimm ára fresti.
– Boltuð akkeri fyrir ofan brún, t.d. 5-10 m fyrir ofan brún. Þannig gæti eitt akkeri virkað fyrir nokkrar leiðir.Þetta myndi ekki trufla mig neitt sem dótaklifrara.
Boltuð akkeri gætu laðað að minna reynda klifrara eða klifrara sem eiga ekki fullan dótarakk.
Boltuð akkeri myndu spara mikinn tíma fyrir dótaklifrara þannig að þeir gætu dótaklifrað fleiri leiðir á einum degi.
Boltuð akkeri myndu auka öryggið í dalnum.
Þetta myndi auðvelda dótaklifrurum ef tryggjarinn hefur ekki áhuga/getu á að elta leiðina og hreinsa hana. Klifrarinn getur sjálfur sigið niður og hreinsað leiðina (án þess að skilja eftir dóta-akkeri uppi sem þarf síðan að sækja í lok dags).Otto Ingi
ParticipantÉg og Jonni fórum í Tríó í Eilífsdal á laugardaginn. Spikfeitar aðstæður en hægra afbrigðið vafasamt vegna þess að þar hrynur reglulega niður snjór og annað góðgæti.
Ekki fært eða að minnsta kosti íllfært að keyra inn dalinn.
Persónulega myndi ég gefa leiðunum innst í Eilífsdal smá meiri tíma. Mikill snjór í leiðunum og eflaust snjóflóðahætta í aðkomunni.Otto Ingi
ParticipantHi,
Due to unpredictable weather and conditions most locals plan their ice climbing few days in advance.
You should post again on this thread few days before.
You can also try this Facebook page: https://www.facebook.com/groups/263888550443951/Otto Ingi
Participant2 nætur og kjötsúpa
Mögulega bæti ég við þriðju nóttinni þegar veðurspá liggur fyrir.Otto Ingi
ParticipantFór í Brynjudal á laugardaginn, þar er var góður slatti af ís. Ég held að hiti og rigning núna í 3-5 daga muni ekki hafa mikil áhrif á ísmagnið á þessum slóðum, þannig að ef það frystir hressilega síðar í vikunni þá myndi ég gera ráð fyrir fínum aðstæðum.
Eitthvað af myndum á facebookOtto Ingi
ParticipantAnna Svavarsdóttir var reyndar fyrsti íslendingurinn til að toppa Manaslu.
John Snorri er fyrsti íslenski karlmaðurinn til að toppa Manaslu -> Grjóthart 😛Otto Ingi
ParticipantDjöfull er ég ánægður með þennan þráð, þessu bjóst ég nú ekki við frá Sigga Sandpoka.
Þegar kemur að Stardal þá má eflaust skipta þessum bakraddakór í tvo hópa.
1. þeir sem vilja opna alfarið fyrir boltun í Stardal.
2. Þeir sem vilja bolta toppakkeri eða sigakkeri á vel völdum stöðum í Stardal.Ég er mjög hlynntur því að bolta toppakkeri í Stardal. Ég sé nokkra kosti við það.
1. Flýtir fyrir þannig að maður gæti eflaust klifrað fleiri leiðir í einum kvöldrúnt/dagsferð í dalinn.
2. Auðveldar hreinsun t.d. ef tryggjarinn hefur ekki hug á að klifra leiðina.
3. Opnar möguleika á að hinn almenni sportklifrari geti farið í ofanvaðsklifur á þessu topp klifursvæði í örskotstund frá höfuðborginni, það gæti síðan laðað fleiri klifrara út í dótaklifur. Bendi á 1 grein í lögum ÍSALP þar sem stendur „Ísalp er félag áhugamanna um fjallamennsku sem leggur áherslu á að vera sameiginlegur vettvangur fjallamanna og stuðla að vexti fjallamennsku á Íslandi.„. Ef við getum fengið fleiri til að stunda dótaklifur með þessum hætti þá myndi ég flokka það sem að við væru að stuðla að vexti fjallamennsku á íslandi.Þó að ég tilheyri þessum grátkór þá hef ég nú látið sjá mig töluvert í Stardal undanfarin ár. Fyrir mitt leiti þá myndi það ekki trufla upplifun mína af dótaklifri þó að það væri boltuð toppakkeri. Það væri kanski annað mál ef þetta væri fjölspanna klifur þar sem hluti af klifrinu er að finna góðan stans, nota hæfilegt magn dóti, byggja gott akkeri o.f.fr..
Ég er mjög á móti því að það verði boltaðar klifurleiðir í Stardal. Þarna eru við einfaldlega með berg sem hentar mjög vel í dótaklifur og ég er hræddur um að ef byrjað verði að bolta leiðir þá fari það úr böndunum á nokkrum árum. Það myndi líka trufla upplifun mín mjög ef ég væri í dótaklifurleið útúrpumpaður að reyna að troða inn einhvejru dóti og sæji svo bolta í seilingsfjarlægð til hliðar.
Það má alveg bolta toppakkeri í dótaklifurleiðum á Hnappavöllum mín vegna, sömu rök og með Stardal.
Varðandi Fallastakkanöf, er það ekki partur af fjölspanna dótaklifri að þurfa að búa til stans? Kaupi samt alveg rökin að það sé erfitt í ljósi þess að það þarf mikið af tryggingum í sömu stærð. Hef ekki sjálfur klifrað þarna og hef engar taugar til svæðisins. Það má bolta akkeri mín vegna.Otto Ingi
ParticipantJanuary – February is probably the best time.
There is a database on this web page for most of the ice climbing and mixed climbing routes that have been established in Iceland, the database even has locations pinned on a map. See http://www.isalp.is/en/category/crag
Recommend that you take a look at the database.Otto Ingi
ParticipantÉg, Matteo og Jonni fórum Glym á sunnudaginn. Eins og Arnar segir þá er áin nokkuð vel frosin og hægt að brölta inn í botn gilsins. Leiðirnar fremst í gilinu (Krókur, Kelda o.s.fr.) litu ágætlega út, leiðirnar á leiðinni inn gildið (Hvalirnir o.s.fr.) voru þunnir. Glymur var í glimrandi fínum aðstæðum.
Hægt að sjá myndir í opnu facebook albúmi hjá mér, https://www.facebook.com/ottoingith/media_set?set=a.10156944395367264&type=3¬if_id=1549842950710902¬if_t=feedback_reaction_generic28. janúar, 2019 at 07:59 in reply to: Ice conditions Esja / Mulafjall: January-February 2019 #67068Otto Ingi
ParticipantHi,
People usually post info about condition to this thread: Ísklifuraðstæður 2018-2019
Sólheimajökull is the closest glacierÞetta reddast
Otto Ingi
ParticipantÉg, Baldur og Palli settum stefnuna á eyjafjöllin á laugardaginn. Greinilega of seint fyrir eyjafjöllin og sólin búin að bræða mest allan ísinn. Við settum þá stefnuna á Háafoss, færið á slóðanum að fossinum er þungt, vorum á 35″ breyttum bíl og hleyptum úr, við rétt komumst þetta með einni festu. Við klifruðum Granna í fínum aðstæðum. Eitthvað af myndum hér á facebook.
Otto Ingi
ParticipantEf það er bara grasbrekka undir þessum boltum er þetta þá ekki bara úr einhverri björgunarsveitaræfingu
Otto Ingi
ParticipantÉg og Helgi Egilsson Fórum í Skessuhorn í gær.
Flottar aðstæður í Skessuhorni, Skarðshorn leit út fyrir að vera í þynnri kanntinum, sá ekki leiðirnar í Heiðarhorni.
Eitthvað af myndum hér á facebook.Otto Ingi
ParticipantOttó Ingi Þórisson, fimmtudagskvöld til sunnudags. Verð í kvöldmat föstudag og laugardag.
Otto Ingi
ParticipantÉg, Palli og Guðjón fórum í Orion í flottum aðstæðum í dag. Myndir hér
Fullt af ís inn í Flugugili ef menn vilja fara þangað að prílaOtto Ingi
ParticipantÉg og Danni fórum í Spora í Kjós í gær. Lekandi var frekar þunnur en þó klifranlegur, Konudagsfoss var feitur og Spori passlegur.
Ef það bætist í snjóinn þá fer akkerið efst líklegast á kaf, þurfti að grafa smá til að finna það.-
This reply was modified 3 years, 2 months síðan by
Otto Ingi.
Attachments:
Otto Ingi
ParticipantAð mínu mati þá ætti að fjarlæga yfirgefnar tryggingar (ef það er hægt með góðu móti) á þekktum klifursvæðum eins og í Stardal.
Í fjölspanna ævintýraklifurleiðum þá finnst mér þessar tryggingar geti alveg fengið að halda sér, nema þær séu orðnar lausar og þjóna engum tilgangi. Annars ber ég engar sérstakar tilfinningar til fleygsins sem ég skildi einhverntíman eftir í Skarðsheiði, þannig að ef einhver fjarlægir hann þá verð ég ekkert sár.
Otto Ingi
ParticipantVar með hóp frá HSSR á fjallamennskunámskeiði í gær. Kíktum á eftirfarandi staði.
Brynjudalur, Þrándastaðafoss var ekki frosinn. Ýringur var mjög þunnur, að minnsta kosti fyrstu spannirnar.
Villingadalur, Leit vel út frá veginum en það er líklega hnédjúpur snjór inn allan dalinn og aðkoman því frekar löng.
Múlafjall, Enduðum á að fara í Múlafjall. Þar eru fínar aðstæður og flestar leiðir inni.Otto Ingi
ParticipantHi,
Rolf Gangstet contacted me and he wants to attend to the festival.
Even i am not able to sign in on your thread. I hope i am better in climbing than using the internet.
If it is possible, i will sign in on this way from Friday until Sunday. I don’t need accommodation if it is possible to sleep in my Camper there. But i will be happy to join the dinner and may be the breakfast on both days .
Best regards
RolfOtto Ingi
ParticipantFórum nokkrir í Skálagil í Haukadal í dag. Slatti af ís og fullt hægt að klifra. Eftirfarandi leiðir voru klifraðir um daginn
10 þumlar og 4 handabök
Fyrsta barn ársins
Brasilian GullySetti nokkrar myndir í facbook album sem ætti að vera opið öllum, sjá hér
Otto Ingi
ParticipantÉg mæti og er til í helgarpakkann, mögulega tek ég lengri helgi.
-
This reply was modified 3 years, 2 months síðan by
-
HöfundurSvör