Páll Sveinsson

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 76 til 100 (af 317)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Fall í Grafarfossi #56216
    Páll Sveinsson
    Participant
    in reply to: Fall í Grafarfossi #56179
    Páll Sveinsson
    Participant

    Grafarfoss lengi lifi.

    Ánægður með ykkur snillingar.

    kv
    Palli

    in reply to: Aðstæður. Taka 2 #56115
    Páll Sveinsson
    Participant

    Fór í Grafarfoss á sunnudag með Viðari og junior.
    Ekki alveg rétt hjá Ívari að hann væri þurr. Copy_of_IMG_0395.jpg
    Þessi foss er alveg magnaður. Það má finna leiðir fyrir alla aldurshópa.
    Copy_of_IMG_0375.jpg

    Kv
    palli

    in reply to: Til hvers isalp.is? #56015
    Páll Sveinsson
    Participant

    Að halda ÍSALP vefnum lifandi er ekki mjög fljókið.

    Ég tók nú formaninn undir armin á síðustu jólaglögg og sagði honum lífsreglurnar.

    Þeir sem þora og nenna þeir skrifa á vefin. Ekki endilega frá sýnum afrekum heldur allt sem þeir heira og sjá. Þeir skrifa það strax (Það á ekki að eiða vikum í að snurfusa texta og myndir).

    Ef ekkert er nógu merkilegt til að rata á vefin þarf að fá leigupenna til að sjá til þess að það sé gert.

    kv
    palli

    in reply to: æjæj… #55932
    Páll Sveinsson
    Participant

    Það er þá svona sem slysin gerast.
    Búinn að leiða flotta leið með stæl og svo búinn að síga alla leið niður aftur.
    Tekur upp myndavélina til að taka mynd af félögunum á leið niður og flækja þá broddunum í skóreimunum og detta á hausinn.

    Þú át samúð mína alla Bjöggi.

    Það er ekkert grín að vera halltur á báðum en kannski jafnast það bara út.

    kv
    palli

    in reply to: æjæj… #55928
    Páll Sveinsson
    Participant

    Af öllum mönnum þurfti það að vera hann.

    Nú skil ég pukrið.

    kv
    ps

    in reply to: Fetlalausir fetlar #55915
    Páll Sveinsson
    Participant

    Maður eða mús.
    Ég aða þú.
    Lifa lífínu eins og þú villt.

    palli

    in reply to: Fetlalausir fetlar #55900
    Páll Sveinsson
    Participant

    Skemtileg umræða.

    Siggi Tommi er með BD græjuna.
    Viðar er með Grivel græjuna.
    Ég er með fetla af gamla skólanum frá síðust öld.

    Við erum allir voða glaðir með þetta dót hver á sinn hátt.

    kv
    palli

    in reply to: Nýjar axir á gömlum grunni #55893
    Páll Sveinsson
    Participant

    Snillingar.

    Þú veist að það er „Edit“ hnappur sem er mjög sniðugur á spjallinu.
    Þú getur því reynt aftur og aftur og aftur að setja inn mynd á sama spjallið án þess að búa til nýtt.

    Ég er nú ekki viss um að ég fengi neinn með mér að klifra hér sunnan heiða með þessar græjur.

    Hvernig er það. Getið þið kappar fyrir vestan ekki græað „Best off“ lista yfir ísleiðir hjá ykkur?
    Ég er roðin verulega spentur að kíkja í heimsókn.

    kv
    Palli

    in reply to: Þráin við Háafoss í þjórsárdal er í aðstæðum. #55888
    Páll Sveinsson
    Participant

    Það er verið að græja gestalista.
    Siggi segir líka að það sé ekki að marka að fara hlekkjaður við axirnar svo ég verð að fara aftur til að gera þetta alvöru :-)

    Fyrir áhugasama þá má sjá aðeins (lítð) skárri myndir.
    http://picasaweb.google.com/pallsveins/Rain#
    Frekar erfitt að vera bara tveir og ná myndum af einhverju viti.

    Til samanburðar er hægt að skoða myndir frá Sigga og Robba.

    Siggi
    http://picasaweb.google.com/hraundrangi/RInJRsRdal#

    Marian
    http://picasaweb.google.com/der.steen/Iceclimbing2#

    ISALP spjallið
    http://www.isalp.is/umraedur/7-is-og-alpaklifur-/7631-tjorsardalur.html#7648

    kv
    palli

    in reply to: Þráin við Háafoss í þjórsárdal er í aðstæðum. #55878
    Páll Sveinsson
    Participant

    Við Viðar vorum frekar rólegir í tíðini. Komnir á bílastæðið um 11 og rölltið niður í gilið tók sinn tíma þar sem ekki var eitt snjókorn á svæðinu. Þurftum að síga síðustu 20 metrana.
    Það er ekkert eðlilegt við að horfa á þessa leið. Það var bara frekjan í mér sem kom okkur af stað. „Maður hættir ekki við nema prófa“ er verða frasi hjá mér. Viðar kom sér vel fyrir á bak við fyrsta kertið og ég fór fyrri spönn. Fyrstu tuttugu metrarnir hefðbundir 91 gr. bratt klifur, kertað og blautt án hvíldar en það bjargaði þessu að það var slatti af ísvörtum sem hægt var að standa þokkalega á. Að vanda tók við tuttugu metra blómkála skógur upp í góðan stans. Þarna hefði verið betra að hafa nýtísku ísaxir frekar en mínu beinu göngu axir. Ég er svo gamall að ég þarf minn tíma í svona klifur og tók mér langan tíma í að bröllta þetta. Viðar var snöggur upp til mín en hann var nú ekki að deyja úr spenning að taka seinnihlutan og það má aldrei gefa mér val. Sorry Viðar. Eins og með fyrrihlutan þá fylgdi ég sömu línu og um árið. Nú upp nokkra metra og svo út á mitt kertið. Blaut og kertað. Nei ekki blaut. Ímyndið ykkur sturtu í laugunum í tíu stiga frosti. Ég í nýja softshel jakkanum mínum og winstoper buxum. Vitið þið það að þetta verður vatshelt fyrir rest. Þegar allt orðið gegnblaut þá frís skel utan á þetta allt sem heldur bara ágætlega. Í kaup bæti þá fraus beltið og allt sem á því var svo fyrir rest náði ég engu af því. Því var ekkert annað að gera en að klára bara með löngu rönnát. Eftir smá slagsmál við að ná einhverju af mér og koma Viðari upp til mín þurftum við að bera allan gírinn í einu lagi upp í bíl og það var ekki hægt að losa neina hnúta fyrr en daginn eftir.
    Fyrir þá sem fylgjast með staðreindum þá var þetta ca. svona. Ég 2t, Viðar 45mín, Ég 1,5t og Viðar 35 mín. ca. Fimm tímar í allt. Við fórum þetta í tveimur 40m spönnum. Fríklifruðum fyrstu 20m. [img]http://www.isalp.is/media/kunena/attachments/legacy/images/Copy_of_IMG_2175a.JPG[/img]

    kv
    Palli

    in reply to: Epík í Þilinu #55804
    Páll Sveinsson
    Participant

    Þar sem þetta litla ævintýri okkar félaganna hefur vakið athygli þá er hér linkur í nokkrar myndir í meiri gæðum.

    http://picasaweb.google.com/pallsveins/IliNov2010#

    Palli með smá samviskubit. (ekki mikið)

    in reply to: Epík í Þilinu #55809
    Páll Sveinsson
    Participant

    Myndir segja markt.
    Þessi kemst þokkalega nærri því að sýna það sem fór.
    Allt umhverfið sem ég stend á og nágreni.
    Glöggir geta séð að þá má sjá í gegnum regnhlífina vinstramegin við mig en þar er hálfur meter í fastan ís

    Þarna eru nákvæmlega 35 metrar upp á brún í stífu klifri.

    kv
    p

    [img]http://www.isalp.is/media/kunena/attachments/legacy/images/IMG_2110c.JPG[/img]

    in reply to: Epík í Þilinu #55806
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég var nú ekki að horfa mikið upp á leiðinni niður.
    Svona er þetta í minninguni.

    kv
    p [img]http://www.isalp.is/media/kunena/attachments/legacy/images/I2a.JPG[/img]

    in reply to: Epík í Þilinu #55800
    Páll Sveinsson
    Participant

    Þar sem köll og hróp duga ekki þarna var GSM notað til spjalla saman og stilla saman aðgerðir.

    Siggi dinglaði þarna eins og dordigull og notaðist hann við hefðbundið björgunarsveitar kitt til að koma sér upp. Tvö prússikbönd af mislangri gerð. Þegar hann nálgaðist brotlínuna í þakinu var viðnámið á línuni of lítið og böndin runnu alltaf niður svo hann komst ekki í nothæfan ís til áframhaldandi klifurs.
    Þá var honum slakað niður það langt að hann náði í ís og klifraði hann þaðan upp undir þakið aftur og setti upp tryggingu.
    Þá var komið að mínum hluta að klúðra málunum. Ég seig niður á tvöfaldri línu til að hreisa út þær skrúfur sem Viðar hafði skilið góðfúslega eftir handa Sigga. Þegar ég var komin hálfa leiðina niður var ég komin með aðra línuna strengda í 90 gráður til vinstri fasta á bakvið regnhlíf og hina í 90 gráður til hægri í ísskrúfu í ca. 5 metra fjarlægð og komst ekki lönd eða strönd. (hefði betur sigið á annari línuni. Þá sem Siggi var í) Eftir mikið bras tókst mér að losa vinstri línuna og komast lengra niður og ná í ísinn. Þá var ekkert eftir annað en klifra upp aftur að skrúfunu sem ég var kominn langt niður fyrir og nota hana sem tryggingu. Um leið og hún losnaði tók ég svo flottan pendul að hvaða Vestmanna peyji hefði verið stolltur af. Ég var síðan svo þreittur að þegar Siggi var að tosa mig inn undir þakið aftur þá tókst mér að henda báðum öxunum niður.
    Lukkulega þá fundust þær.

    Við Siggi sigum svo áfram niður í tveimur skömtun en Viðar hreinsaði upp á topp og labbaði niður.

    kv.
    PS

    in reply to: Epík í Þilinu #55787
    Páll Sveinsson
    Participant

    Hér á að vera mynd til að skýra mál mit.

    kv
    p I2.jpg

    in reply to: Epík í Þilinu #55786
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég, Viðar og Siggi Tommi fórum Þilið í dag.

    Siggi komst ekki síðustu spönn þar sem lykil kaflinn hrundi undan honum og lína of ísuð og blaut til að hann gæti notað sýna björgunasveitar reynslu.

    Það hefði ekki verið hægt bjarga sér úr þessu ef það væri ekki þetta fína GSM samband í þessari leið.

    Þetta var eiginlega allt mér að kenna. Vildi aðeins skoða þetta nánar áður en við snérum við og slepptum síðustu spönn. Þetta var svona meters stig út á fríhanga regnhlíf af stæææærstu gerð. Svo var mjög kertað og mikið af regnhlífum ofar sem ég braut og lenti sumt á fyrstu regnhlífinni sem var roðin frekar veik þegar kom að Sigga með fyrrsögðum afleiðingum. það var svo ekkert grín að síga niður til að hreinsa restinga af skrúfunum og tókst mér eitthvað sem ég hélt að væri ekki hægt. Grítti báðum öxunum mínum niður 100 metra.

    Er bara ekki Spori betri fyrir okkur kallana?

    kv.
    palli

    in reply to: Utanbrautarrennsli #55761
    Páll Sveinsson
    Participant

    Þetta er eins og Lóan á vorinn.

    Alltaf gaman að heyra þennan söng að norðan.

    kveðja af mölinni.
    Palli

    in reply to: Nýr talsmaður Alpaklúbbsins? #55723
    Páll Sveinsson
    Participant

    Sumir eru bara alltaf sigurvegarar.

    kv
    palli

    in reply to: BÍS á föstudaginn #55679
    Páll Sveinsson
    Participant

    Eftir kvöldið í kvöld verða til sölu sitt hvort parið af lítið notuðum BD – Fusion og Petzl – Ergo öxum.

    Þeir sem vilja prútta er velkomið að spjalla við Dóra.

    kv.
    Palli

    in reply to: BÍS á föstudaginn #55675
    Páll Sveinsson
    Participant

    Enn fleiri mættu í hádeginu í dag til að taka forskot á sæluna annað kvöld.

    Munið að það er frítt fyrir þá sem hanga á öxum og þeir sem standa sig vel fá í nefið frá stjórn.

    BÍS kveðjur
    Palli

    in reply to: BÍS á föstudaginn #55674
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég, Skabbi og Siggi Tommi mættum í gær og tókum vel á því.
    Enduðum með að fá hálft klifurhúsið til að prófa.

    Bættum við fullt af festum svo nú ætti engum að leiðast sem mæta annað kvöld.

    kv
    Palli BÍS´ari

    in reply to: Heyrst hefur… #55652
    Páll Sveinsson
    Participant

    BÍS´arar eru feimninn þjóðflokkur.
    Ég mætti einn.

    Það er komið nóg upp af festum til að byrja fyrstu æfingar.
    Ég hafði þetta bara „létt“ svo ég kæmist þetta.

    Nú er bara að mæta næsta miðvikudag og hita upp fyrir föstudaginn 15 en þá verður tekið amennilega á því.

    Ég skal lofa að gera ekki grín af þeim sem komast ekki það sama og ég.

    kv.
    Palli

    in reply to: Heyrst hefur… #55650
    Páll Sveinsson
    Participant

    Vegna fjölda fyrirspurna þá er það hérmeð tilkynnt að ég verð í klifurhúsinu í fyrramlálið ca. 10 að skrúfa upp nokkrar festur til að krækja í með alvöru tólum.

    Hjálp væri vel þeginn.

    Stjórn ÍSALP mun svo auglýsa síðar formlega opnun með tilheyrandi húllumhæ.

    kv
    palli Copy_of_IMG_0385b.jpg

    in reply to: Ný alpaleið í Öræfum #55621
    Páll Sveinsson
    Participant

    Flott leið. Til hamingju.
    Þarna hef ég aldrei bröllt.
    Það má trúlega finna allt um Harald og félaga í gömlu ársriti en það var af sléttuni ef ég man rétt.

    kv.
    Palli

25 umræða - 76 til 100 (af 317)