„vegur“ að Valshamri

Home Umræður Umræður Almennt „vegur“ að Valshamri

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45028
    2707713519
    Meðlimur

    Góðan dag,

    Gott er að heyra að stjórnin og sumarbústaðarfélagið er búið að leysa málið.

    Það er hins vegar gott að hafa bak við eyrað að meintur vegur er reiðstígur sem er talsvert notaður af hestafólki. Einnig er gott að vita að stígur þessi er inni í stóru hólfi sem er fullt af lausum hrossum og nautgripum. Það er alþekkt að hestum finnst afskaplega gott að naga bíla. Ef það eru hestar nálægt þegar bílnum er lagt þá er nauðsynlegt að hafa auga með þeim meðan verið er að klifra.

    Þetta er samt líklega skársta lausnin í stöðunni þar sem stígur þessi er fyrir utan keðjuna en hún er meira notuð þegar fer að hausta og á veturna.

    Aftur á móti þá væri áhugavert hvort hægt væri að semja við sumarbústaðafélagið að nota gömlu leiðina á sumrin og ganga upp fyrir bústaðina sem verið er að byggja.

    Kveðja,
    Óli Júll

    #51649
    1908803629
    Participant

    Það var gott að þú bentir á þetta Óli þar sem það virðist hafa gleymst að benda á þessa „hættu“ í fréttinni um breytinguna.

    Landeigandinn benti okkur á þetta og benti um leið á þann valkost að við myndum girða af svæði fyrir bílana, til að tryggja að útiloka alla hættu á að bílarnir verði hestum að bráð.

    Við ákváðum að byrja á þessu og endurskoða síðan stöðuna þegar fer að vora á næsta ári. Þá getur vel verið að við skoðum möguleika á lagfæringum á veginum, gerð „bílastæðis“ o.fl. en vil töldum réttast að fá fyrst smá reynslu á þessa nýjung til að átta okkur á þörfinni.

    Varðandi hugmyndina um að fá að ganga upp fyrir bústaðinn þá er ljóst að það verður ekki. Þetta er ekki bara einn bústaður þar sem það styttir í að allur aðgangur inn á jörðina verður lokuð og eingöngu aðgangur fyrir þá sem eiga bústað þar.

    #51650
    2502614709
    Participant

    Já já ef það verða einhver vandræði þá kaupum við bara eina sumarbústaðadruslu þarna!

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
  • You must be logged in to reply to this topic.