Uppáhaldsfjall?

Home Umræður Umræður Almennt Uppáhaldsfjall?

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46675
  1908803629
  Participant

  Sumarið hjá mér hefur einkennst frekar mikið af ekki-svo-mikið-harðkjarna þar sem fjallgöngur hafa verið í hávegum höfð og ég reynt að fara á nýtt fjall í hverri viku. Þá styttri fjallgöngur eftir vinnu. Nú er ég kominn í smá þurrð með val á fjöllum/leiðum og datt því að starta hér, að ég held, áhugaverðum þræði.

  Hvaða fjallganga/göngur á Íslandi er/u í mestu uppáhaldi hjá þér?

  Þó að Ísalp sé meira fyrir harðkjarna umræður þá held ég að við eigum það öll sameiginlegt að fara í fjallgöngur og því gæti þessi þráður orðið kjarngóður og skemmtilegur og hvatt okkur til að rannsaka fjöllin frekar.

  Ef ég á að velja eina leið held ég að ég velji göngu upp á Mósskarðshnjúka og síðan göngu yfir alla Esjuna með niðurgöngu við Þverfellshorn. Fór þar fyrir nokkrum árum og hafði mjög gaman af, þá sérstaklega fyrri hlutanum, hjá Móskarði, Laufskarði, Hátindi etc þar sem útsýni niður gilin tvö, í allar áttir, er frábært í góðu verði. Því er eflaust hægt að taka styttri göngu þar en alveg jafn skemmtilega.

  Þannig að þetta er tilraun til að starta vinsælasta þræði sumarsins… Svo er bara að sjá hvort það takist.

  #52935
  Arnar Jónsson
  Participant

  Var að koma til baka eftir að hafa farið fjölskyldu ferð hringinn í kringum landið. Úff hvað það eru flott fjöll þarna fyrir austan. Það var svo sannalega erfit að keyra þarna framhjá Snæfelli, Dyrfjöllum og Herðubreiðinni og fleirri og ekki fara á neitt þeirra. En nóg um það ef ég verð að velja eitthvað þá mundi ég segja að mitt uppáhalds fjall sé Hrútfellstindar, gríðalega flott og skemmtilegt í uppgöngu. Þó ef við erum að tala um minni fjöllin þá er Vífilfell og jú Móskarðhnjúkarnir alltaf skemmtilegir þegar maður vill fara í styttri túra.

  Kv.
  Arnar

  #52936
  2806763069
  Meðlimur

  Skarðatindur

  kv.
  Hardcore

  #52937
  2704735479
  Meðlimur

  Kristínartindar

  : )

  #52938
  2005774349
  Meðlimur

  Helgafell

  ) :

  #52939
  Smári
  Participant

  Hlöðufell, þar má segja að minn fjallamennsku“ferill“ hafi byrjað eftir blauta og kalda nótt á fjallinu.

  #52940
  Anonymous
  Inactive

  Það eru til ótrúlega mörg falleg og skemmtileg fjöll á Íslandi. Ég á erfitt með að segja til um það hvað sé það besta og flottasta en það fjall sem ég lenti í einu skemmtilegasta útsýni á var Þuríðartindur. Svo eru fjöll eins og Herðubreið, Snæfell, Jörvi, og svo framvegis.
  Olli

  #52941
  Páll Sveinsson
  Participant

  Það er leiðin frekar en fjallið sem er í uppáhaldi.

  Ef við teljum fjölda uppferða þá er það Esjan og svo Skarðsheiðin.

  Kv.
  Palli

  #52942
  Anonymous
  Inactive

  Ég hugsa nú að ég hafi komið oftar á Hvannadalshnjúk heldur en Esjuna!!!
  Olli

  #52943
  Karl
  Participant

  Þjóðarfjallið Herðubreið.
  -Flottasta skíðabrekkan

  #52944
  1704704009
  Meðlimur

  Háasúla þröngvaði sér inn í hugann. Nú langar mig allt í einu að fara þangað.
  Þú ert nú meiri kallinn Ágúst að æsa þetta svona uppí manni.

  #52945
  1108755689
  Meðlimur

  Talandi um Móskarðshnjúka – Þverfellshorn. Ég átti leið þar um vorið 2005 í blííííííðskaparveðri mestmegnis. Skemmtileg leið að labba og tók mig um 6 klukkustundir á rólegheita lötri (ef ég man rétt).

  Þegar ég nálgaðist Þverfellshornið skall á svartaþoka svo þykk að minnstu munaði að ég héldi framhjá kringsjánni og niðurgönguleiðinni minni. Heyrði óm af mannamáli sem kom mér á rétta braut.

  Tók nokkrar myndir þann daginn.
  http://public.fotki.com/bragiogeyglo/ferdalog/mskarshnjkarverfell/

  #52946
  0111823999
  Meðlimur

  Mér þykir alltaf vænt um Akrafjallið :)

13 umræða - 1 til 13 (af 13)
 • You must be logged in to reply to this topic.