Undirbúningur að Ísklifurfestivali, febrúar 2010

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Undirbúningur að Ísklifurfestivali, febrúar 2010

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45861
    Skabbi
    Participant

    Eins og fjölmargir áhugasamir ísklifrarar vita hafa ísklifurfestivölin undanfarin ár tekist mætavel. Er þar fyrst um að þakka áhuga þátttakenda og góðri skipulagningu. Ef veður hafa gerst válynd, eins og oft vill verða á þessum árstíma, hefur alltaf verið hægt að ylja sér með rjúkandi kjötsúpu og kynda í sálinni með góðu partýi.

    Stefnt er að því að næsta festival fari fram í Öræfum um meðjan febrúar næstkomandi. Undirritaður hefur annast undirbúning undanfarinna festivala með dyggri aðstoð frá ýmsu góðu fólki. Sökum anna á öðrum sviðum get ég ekki beitt mér í aðdraganda næsta festivals. Ég auglýsi því hér með eftir góður fólki til að annast skipulagningu og framkvæmd festivalsins ásamt stjórn Ísalp.

    Það sem undirbúningsnefnd þarf að gera er:

    – Halda utan um skráningu á festivalið

    – Bóka gistingu fyrir þátttakendur Ísalp

    – Elda kjötsúpu

    – Hvað annað sem hressu fólki dettur í hug!

    Þeir sem hafa hug á að beita sér í aðdraganda festivalsins geta svarað þessum þræði eða sent tölvupóst á stjorn(at)isalp.is.

    Allez!

    Skabbi

1 umræða (af 1)
  • You must be logged in to reply to this topic.