Trekant í Tríó

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Trekant í Tríó

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46767
    Skabbi
    Participant

    Við Gulli og Heiða renndum inn í Eilífsdal góða veðrinu í morgun. Eins og margir vita, en sumir ekki, er Eilífsdalur ótrúleg frystikista. Eftir hlákutíð undangenginnar viku er allt enn í löðrandi aðstæðum. Allar hefðbundnar leiðir eru sverar en gríðarmiklar hengjur hafa myndast fyrir ofan Einfarann og Þilið. Vonandi rigna þær burt um helgina.

    Stríðalin eftir veisluhöld síðustu daga tókum við styttri aðkomu í Tríó fram yfir þrammið upp að Tjaldsúlunum. Skemmst er frá því að segja að klifrið var óaðfinnalegt í Tríóinu. Prýðilegt stutt fjórðu gráðu haft í upphitun, fylgt eftir að stífbröttu og talsvert lengra hafti upp á brún. Hægt hefði verið að klifra 3 mismunandi lokahöft, við tókum miðlínuna, enda sverust.

    Enduðum svo á því að klifra ca. 25 metra lænu í veggnum hægra megin við meginfossinn. Stíf fjórða gráða giska ég á.

    Ef enginn kannast við nafn á leiðinni sting ég upp á Únó.

    Allez!

    Skabbi

    #53491
    Anonymous
    Inactive

    Menn eru alltaf að vanmeta Eilífsdalinn. Halda að allar leiðir þar séu að rigna niður í hlákutímum eins og þessum en ég skal láta ykkur vita að tíð eins og nú er gerir bara leiðirnar þar feitari. Ég var þar eitt sinn á ferð eftir nokkuð heitt vor 6. maí að reyna við einhverja ísleið sem seinna fékk nafnið Þylið sem var ennþá í ágætis ísaðstæðum. Nb.þá var þylið óklifrað. Ég og félagi minn sem höfðum ekki hugmynd hvaða þetta var eða hét, ákváðum að beila út þegar við komust ekki lengra en í hellinn góða sem flestir Þyl-farar kannast við.

    #53492
    gulli
    Participant

    Já, þetta var frábær dagur í góðu veðri og skemmtilegar leiðir.

    Ætlaði að taka haug af myndum en myndavélin bilaði. Kom einhver skrýtin villa þegar maður reyndi að taka mynd „No CF Card“. Verð líklega að henda henni í Beco í viðgerð.

    Kv,
    Gulli

    #53493
    Arnar Jónsson
    Participant

    Kom svipað fyrir mig um daginn í múlanum, algjör bömmer.. nema það var bara einfaldlega það að það var ekkert kort í vélinni og ónefndur aðili *hóst Óðinn.. var ekki ýkja hrifinn. :P

    Kv.
    Arnar

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.