Tindurinn „by night“

Home Umræður Umræður Almennt Tindurinn „by night“

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #44886
  1410693309
  Meðlimur

  Aðfararnótt sl. laugardags var tekið upp á þeirri skemmtilegu nýbreytni að reyna uppgöngu á Tindinn í Tindfjöllum að nóttu til. Öðrum þræði var tilefni myrkvaverksins slæm spá fyrir laugardag og einstakt hreinviðri og tunglbirta í fjallinu á föstudagskvöld. Aðstæður til ferðamennsku voru góðar, enda þótt betra væri að vera á skíðum vegna töluverðs nýsnævis í fjallinu. Í birtingu um kl. 7.00 stóðu þrír klifrarar (Haraldur Ólafs, Haukur hinn ungi og Skúli Magg.) á Tindinum í hreint út sagt frábærum aðstæðum. Tindurinn sjálfur var í þokkalegum aðstæðum, nokkur ís í traversu og að öðru leyti stabíll snjór. Var nú tekið til við að koma nýliðaflokki FBSR (B-2) upp á Tindinn sem gekk hægt en örugglega. Alls fóru því 11 manns á Tindinn þennan morgun.

  Af aðstæðum í Tindfjöllum er annars það að segja að á sunnudeginum var snjó mjög farið að taka upp fyrir neðan Tindfjallasel (neðsti skáli). Vafalaust er þó enn skíðafært frá Tindfjallaseli, enda þarf mikið að koma til að svo sé ekki (þrátt fyrir algengar hrakspár um hið gagnstæða). Vegurinn uppeftir var vel frosinn og rennifæri á bíl þegar við komum uppeftir. Aðkoma að Ísalp-skála var góð enda skálinn nú læstur. Hugsanlega mætti bæta við einni fötu fyrir snjóbræðslu í skálann svo ekki þurfi að samnýta hland- og skúringafötu til verksins. (Opnaleg fög við eldhús halda ekki vatni – sp. hvort ekki eigi að setja þarna þéttilista og negla fast, Valli?).
  Kv. SM

  #48520
  1705655689
  Meðlimur

  Búið er að glerja nýtt opnanlegt fag. Verður það sett í í vor en á meðan er það í góðu yfirlæti hér á Selfossi.

2 umræða - 1 til 2 (af 2)
 • You must be logged in to reply to this topic.