Telemarkfestivalið

Home Umræður Umræður Almennt Telemarkfestivalið

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46292
  0808794749
  Meðlimur

  Sá orðrómur er á kreiki að undirbúningur fyrir Telemarkfestivalið næstu helgi sé í fullum gangi.

  Ég hef heyrt að búningateymum um allan bæ sem eru í startholunum með að opna saumastofur og aðrir eru að velta fyrir sér skíðavali.
  Það væri þess vegna ótrúlega gaman að fá staðfestingu á þessum orðrómi ;)

  #57564
  0703784699
  Meðlimur

  Telemark, hvað er það? Er ekki Tele-board málið frekar?

  http://www.skinet.com/ski/1999/02/out-of-bounds-is-telemark-dead

  40 ára reynsla á fjöllum og skíðum og hann telur Tele vera draug fortíðar – http://gravsports.blogspot.com/2010/11/evolution-of-skiing-tele-is-dead.html Hef reyndar póstað þessu áður…en vildi bara minna aðeins á þetta,

  Gimp

  PS: Heyrði af svaðilförum nokkurra ungra manna á Sigló/Óló í síðustu viku, hart, nokk hvasst (yfir 50m/sek), nokkur first descent og almenn gleði, myndir og sögur óskast

  #57565
  0704685149
  Meðlimur

  Það er staðfest að undirbúningur er í gangi.

  Telemarkfestivalið verður næstu helgi. Staðfestur orðrómur.

  Búningakeppnin verður.

  Samhliðasvigið verður.

  Après ski verður.

  Telemarkhófið verður.

  Nánari tímasetningar auglýstar síðar hér á vefnum, þetta er allt að smella saman á síðustu metrunum.

  Á meðan endilega æfið ykkur í frábæru færi í Bláfjöllunum.

  Kveðja með sveiflu
  Bassi og co

  #57566
  0704685149
  Meðlimur

  Það er hægt að læra af þessum…

  http://www.youtube.com/watch?v=tWIOcboqdMw

  kv.
  Bassi

  #57567
  Smári
  Participant

  Ef einhvern vantar skó fyrir festivalið þá er ég með til sölu lítið notaða Scarpa T2 nr 39-40 og T1 aðeins meira notaða nr 42.

  kv. Smári

  #57569
  Skabbi
  Participant

  Þarf ekkert að skrá sig í dinner eða aprés?

  Skabbi

  #57570
  Goli
  Meðlimur

  Að vanda erum við komin norður að taka út aðstæður. Hérna er yndislegur fagurblár ís í brekkunum og frábært keppnisfæri. Lítur reyndar út fyrir helvítis snjókomu með lausamjöll á fimmtudaginn til að eyðileggja allt. En hafið engar áhyggjur, við skulum skiða allt helvítis púðrið á föstudeginum svo þið hin þurfið ekki að þreyta ykkur á því :)

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
 • You must be logged in to reply to this topic.