Óhapp í Stardal

Home Umræður Umræður Klettaklifur Óhapp í Stardal

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47483

  Í dag varð smávegis klifuróhapp í Stardal. Þannig er mál með vexti að ég, Smári Stefánsson, Gísli Sím og Matthew, breskur félagi minn, vorum þar við klifur eftir hádegi. Eftir að hafa klifrað eina upphitunarleið völdum við Matt okkur flotta sprungu milli leiða A1 og A2, aðeins hægra megin við Stelpuleiðina. Matt byrjaði leiðslu og var komin ca 5 metra upp þegar að stór handfesta brotnaði og hann féll niður. Matt var ekki búinn að setja inn neina millitryggingu þegar að þetta gerðist. Ég var að tryggja og virkaði sem ágætis dempun en Matt lenti með ökklann frekar illa á syllu og svo ofan á mér. Slapp ég ágætlega fyrir utan mar á brjósti verk í læri eftir að hafa lent undir Matt sem bólgnaði frekar illa á ökla en gat gengið niður í bíl.

  Enn og aftur sannast að það þarf að hafa varan á í Stardal þar sem laust grjót er víða. Það þarf ekki að ítreka notagildi hjálma í klifri og þeir gerðu sitt gagn í dag. Það skal árétta að Matt er enginn byrjandi í klifri, þar sem hann er búinn að klifra í 8 ár og hefur klifrað mikið bæði í Englandi og Kanada. Á myndinni má sjá hvar stór flaga hefur brotnað áður fyrr en lítil flaga orðið eftir sem brotnaði síðan í dag.

  En alla vega, slysin gerast og við vorum heppnir að ekki fór verr í dag.

  kv. Ági

  [img]http://www.isalp.is/media/kunena/attachments/legacy/images/P7120391.JPG[/img]

  #56843
  Skabbi
  Participant

  Gott að ekki fór verr og þið voruð sæmileg við þessu búnir. Vona að vinur þinn jafni sig fljótt.

  Allez!

  Skabbi

  #56844
  Arnar Jónsson
  Participant

  Fór einmitt Svarta-Turninn um helgina og var í strompinum í annari spönn og datt næstum þegar lítið putta grip gaf sig. Munið bara að hafa varan á þar og nota hjálm ;)

  Kv.
  Arnar

  #56851
  gulli
  Participant

  Arnar Jónsson wrote:

  Quote:
  Fór einmitt Svarta-Turninn um helgina og var í strompinum í annari spönn og datt næstum þegar lítið putta grip gaf sig. Munið bara að hafa varan á þar og nota hjálm ;)

  JÁ SÆLL!!! Varstu næstum því dottinn í boltaðri sportklifurleið? Vonandi ertu ekki orðinn afhuga klifri eftir þetta stórkostlega áfall.

  Góð saga samt úr Stardalnum, þar þarf klárlega að hafa varann á.

  Kveðja,
  Gulli

  #56852
  2802693959
  Meðlimur

  Skilt þessari umræðu eru varhugaverðar tryggingar.
  Var í Sauratindum á þriðjudaginn var og klifraði aðra boltuðu leiðina (þá sem er hægra megin). Klifrið var alger snilld í einu orði sagt en í fyrri megintryggingunni var uppskrift að klassískri dauðagildru þar sem sling hafði verið vafið í hring og svo settur á þá torkennilegur hnútur sem mér sýndist vera einfaldur fiskimanna hnútur.
  Dauðagildra vegna þess að þessi uppsetning er betur þekkt sem American death triangle og að eini hnúturinn sem nota ætti á slinga/borða/tape er „borðahnútur“ (en. Water knot).
  Vegna þessa og eins vegna aldurs og útlits slingsins setti ég prússikband í trygginguna en hafði slinginn til vara. Fyrir sigið batt ég hann svo upp á nýtt en hefði kannski betur fjarlægt hann.
  Þessu er hér með komið á framfæri.
  kv, Jón Gauti

  #56853
  2802693959
  Meðlimur

  Skilt þessari umræðu eru varhugaverðar tryggingar.
  Var í Sauratindum á þriðjudaginn var og klifraði aðra boltuðu leiðina (þá sem er hægra megin). Klifrið var alger snilld í einu orði sagt en í fyrri megintryggingunni var uppskrift að klassískri dauðagildru þar sem sling hafði verið vafið í hring og svo settur á þá torkennilegur hnútur sem mér sýndist vera einfaldur fiskimanna hnútur.
  Dauðagildra vegna þess að þessi uppsetning er betur þekkt sem American death triangle og að eini hnúturinn sem nota ætti á slinga/borða/tape er „borðahnútur“ (en. Water knot).
  Vegna þessa og eins vegna aldurs og útlits slingsins setti ég prússikband í trygginguna en hafði slinginn til vara. Fyrir sigið batt ég hann svo upp á nýtt en hefði kannski betur fjarlægt hann.
  Þessu er hér með komið á framfæri.
  kv, Jón Gauti

  #56854
  Hrappur
  Meðlimur

  Ég sá mynd af umræddu akkeri og er sammála Jóni Gauta að þessi frágangur er stór varasamur! Svona Þríhyrningar eru afl-margfaldarar og geta auðveldlega valdið varanlegum skaða á boltum og augum svo ekki sé minnst á bergið, 100kg maður sem sest í svona akkeri setur yfir 500kg á hvorn bolta og ef hann hossast eithvað í siginu getur átakið farið yfir 1500kg á hvora festingu fyrir sig. Guð forði því að einhver detti í þetta akkeri.

  Vona að Árni fyrirgefi mér að setja in mynd af þessu að honum forspurðum.

  267519_204618582921687_100001206394240_611234_5328871_n.jpg

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
 • You must be logged in to reply to this topic.