Nýliðun Ísalp

Home Umræður Umræður Klettaklifur Nýliðun Ísalp

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46846
  2806763069
  Meðlimur

  Með tilkomu Vektors og síðar klifurhússins fjölgað mjög í stétt klifrara. Sérstaklega hefur klifrurum af yngrikynslóðinni fjölgað mjög.
  Margir þessara yngri klifrara hafa á skömmum tíma náð nokkrum árangri í innanhúsklifri. Því miður er það svo á íslandi að langt er að fara á bestur klifursvæðin og þessir efnilegu klifrarar fá því fá tækifæri til að reyna sig við alvöru kletta utandyra.
  Mín tillaga er að Ísalp komi á smá starfsemi til að bæta úr þessu næsta sumar.
  Ísalp gæti þannig staðið að einni til tveimur helgum þar sem þessum ungu klifrurum yrði boðið á Hnappavelli þar sem þeir gætu notið leiðsagnar reyndari manna og kynnst því lítillega að klifra í alvöru grjóti. Þetta er að sama skapi tilvalinn kynning fyrir klúbbinn hjá þeim hópi sem er líklegastur til að gerast félagi síðar meir.

  Þetta verkefni þyrfti ekki að verða mjög kostnaðarsamt fyrir Ísalp þar sem allar líkur eru á að mögulegt sé að fá góðan stuðning hjá fyrirtækjum til að niðurgreiða ferðakostnað og/eða gera þetta á einhvern hátt í samvinnu við Landsbjörg eða einhverjar aðildar sveitir þeirra.

  Svona helgi byggir hinsvegar á því að sem flestir af eldri klifrurum mæti og sé tilbúnir að lána nauðsynlegan grunnbúnað og miðla af reynslu sinni.

  Eins og ég sé þetta verkefni fyrir mér yrði ekki um eitthvað að ræða sem kæmi á nokkurn hátt í staðin fyrir árleg klettaklifurnámskeið, fyrst og fremst væri verið að gefa krökkunum tækifæri til að kynnast klifri utanhús og skemmta sér undir öruggri leiðsögn. Það yrði ekki farið í hluti eins og dóttaklifur og megintryggingar heldur mest áhersla lögð á skemmtun og það að yfirfæra þjálfunina innanhús á alvöru sportklifur.

  Ég hefði gaman af að heyra skoðanir fleiri aðila á þessari hugmynd.

  Ég býð einnig fram krafta mína til að koma þessari hugmynd á laggirnar, enda hefur það verið mér mikill innblástur að fylgjast með þessum ungu strákum verða sterkari og betri með hverri vikunni í Klifurhúsinu.

  Kv.
  Ívar F. Finnbogason

  #47659
  2510815149
  Meðlimur

  Hljómar alveg stórsnallt, gott framtak ef úr þessu yrði. Svo er vert að hvetja þá sem eru að fara á vellina og víðar að kippa með sér einum nýliða ef laust er í bílum. Kannast eflaust einhverjir hér við að vera fastur í bænum á góðum helgum vegna skorts á lifðum árum og bílprófi, ekki mikil hamingja í því…

  #47660
  2003793739
  Meðlimur

  Mér lýst mjög vel á þetta. Það er alltaf að fjölga niður í Klifurhúsi og margir að verða mjög góðir innanhúsklifrarar. Það þarf að kynna utanhússklifrið fyrir þessu fólki og þetta er frábær hugmynd. Ég er til í að taka þátt í þessu.

  #47661
  0405614209
  Participant

  Stórfín hugmynd – það er aldrei nógu vel tekið á móti nýliðum og mjög mikilvægt að hugsa vel um yngstu kynslóðina.

  Það hafa verið umræður innan stjórnarinnar um framkvæmd og uppsetningu klifurnámskeiða. Ef Klifurfélag Reykjavíkur ætlar að fá inngöngu í ÍBR þá þarf að liggja fyrir náskeiðaáætlun og æfingaplan. Það væri t.d. hæglega hægt að tengja þetta saman.

  #47662
  3008774949
  Meðlimur

  Þetta er alveg stórsniðug hugmynd og um að gera að koma henni í framkvæmd. En hvernig er það er Ívar hinn grimmi, a.k.a Hardcore allur að linast og farinn að hugsa um börnin
  í stað þess að koma af stað hressilegum umræðum sem oftast eru ritskoðaðar af ónefndum aðila…..

  SS

  #47663
  2806763069
  Meðlimur

  Gaman að fá svona góðar viðtökur.

  Ég er annars með fleiri hugmyndir sem mig langar að skella fram.

  Í samhengi við næstu klifurkeppni væri hægt að keppa í dynóum (fyrir þá sem ekki vita eru það leiðr sem byggja upp á tveimur handfestum og einni til tveimur fótfestum. Kliftarinn notar svo fótfesturnar og fyrri handfestuna til að sveifla sér á yfir í loka festuna.

  Það eru nokkrir prílarar í klifurhúsinu orðnir ansi klárir í þessu og mjög gaman að fylgjast með þeim. Þetta er því tilvalið til að gleðja augu áhorfenda.

  Önnur hugmynd að vera með myndasýningu í gangi á meðan á keppninni stendur. Ef maður ímyndar sér að keppninn sé haldin hjá HSSR væri myndasýningin í gangi á veggnum á móti klifurveggnum. Þetta er auðvelt í framkvæmd sé notast við sýningavélar með hringbökkum. Fjöldi véla ræðst svo af fjölda mynda sem á að sýna. Myndasýningin miðaðist svo við að vera kynning á starfsemi ÍSALP.

  Þriðja hugmyndin í bili er að rukka áhorfendur um lága fjárhæð fyrir inngang, eins og þegar er gert en láta þá á móti fá boðsmiða í klifurhúsið.

  Að lokum er ég með aðra tillögu við nýliðahelgina sem er að mögulegt sé að fara einnig í styttri ferð í Valshamar að kvöldlagi.

  Til að svara Sigurði þá vill ég minna hann á að árin eru farin að færast yfir, eins og hann hefur reyndar verið óþreytandi við að minna mig á. Það fylgir oft hækkandi aldri að menn róast.

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
 • You must be logged in to reply to this topic.