Nafngiftir í Botnsúlum … Öndruskarð!

Home Umræður Umræður Almennt Nafngiftir í Botnsúlum … Öndruskarð!

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #44828
  2802693959
  Meðlimur

  Botsúlur fyrir botni Hvalfjarðar voru löngum eitt helsta vígi fjallamanna á Suðvestur-horni landsins. Þar er enda mikill og fallega hábrýndur fjallasalur sem bíður upp á skemmtilegt snjó/ís … og jafnvel mixað klifur en einnig skíðamennsku á vetrum. Á sumrin er svæðið síðan paradís fjallgöngufólks enda útsýni mikið og gott. En þetta átti ekki að verða svona uppskrúfað!
  Á kortum er örnefnafæð frekar áberandi og veit ég ekki hvað skýrir. Því vildi ég kanna hvort félagar eða aðrir sem á vefinn slæðast þekkja örnefni á svæðinu. Kannast menn t.a.m. við að örnefnið Öndruskarð sé notað um skarðið á milli Syðstu- og Miðsúlu? … og ef svo er veit þá einhver hvaðan það er komið eða hvað það merkir. Örnefnið kemur fyrir í einni færslu hér á vef Ísalp: http://www.isalp.is/art.php?f=164&p=459 og einnig á tveimur öðrum þegar googlað er.
  Allar ábendingar vel þegnar.
  kv,
  Jón Gauti

  #51815
  1410815199
  Meðlimur

  Ég hef aldrei heyrt nafnið Öndruskarð nefnt um þetta skarð. Enda hefur það eiginlega bara gengið undir óformlegu „Suðurskarði“ í mínum eyrum.

  Öndruskarð er hinsvegar hið besta örnefni.
  Öndrur er gamalt íslenskt orð yfir skíði. Örnefnið er þá í raun „Skíðaskarð“.
  Það er gamalt og gott orð, öndrur, menn gengu einmitt landshorna á milli áður fyrr á öndrum.

  #51816
  2208704059
  Meðlimur

  Ég kannast við þetta nafn Öndruskarð um akkúrat skarðið á milli Syðstu og Miðsúlu. Hef líklega lært það af Akurnesingum á sínum tíma, Kidda kafara geri ég ráð fyrir. En hvað það þíðir veit ég ekki .

  Hlynur Sk.

  #51817
  0201753629
  Meðlimur

  Öndruskarð er sú nafngyft sem ég hef alltaf heyrt og notað um skarðið milli Miðsúlu og Syðstusúlu. Held ég hafi lesið það í gömlu fréttariti Ísalp (líklega útgefið í kringum ’80) að skarðið hefði verið nefnt þetta enn væri í raun nafnlaust samkvæmt örnefnaskrá.

  Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig og hvenær þetta heiti hafi komst á, og væri gaman ef einthver af heiðurskempum klúppsins gætu grafið upp sanleika þess.

  Þá eru sjálfsagt til margar nefningar á leiðum þarna um svæðið, enn það eina sem ég man eftir í bili er Morgunfýla, enn um þá leið er skrifað einu af eldri ársritunum.

  kv.
  Símon (sófa)fjallakall Halldórsson

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
 • You must be logged in to reply to this topic.