Könnunin og almennt um ÍSALP

Home Umræður Umræður Almennt Könnunin og almennt um ÍSALP

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #44832
  Karl
  Participant

  Ég var að lesa mig í gegnum könnunina.
  Ég dreg þá ályktun að menn vilji hafa vefinn sem mest án ritstjórnar og efnið komi sem mest frá grasrótinni. Þetta kemur vel heim og saman við eðli fjallamennskunnar sem er í raun einstaklingsframtak sem þó er oftar en ekki stundað í mjög litlum hópum, -félaginn er öðrum þræði eins og fallhlífin er stökkvaranum… -til þess að geta farið aðra ferð!

  Útlit vefsins er ekki aðalatriði en mikilvægt að einfalt sé fyrir félaga að setja þar inn efni.

  Nokkur komment eru um aðgengi að vefnum og er mikilvægt að hafa í huga að helmingur svarenda eru utanfélagsmenn.
  Stóra spurningin er af hverju þeir nota vefinn en ganga ekki í félagið?

  Allmargi kvarta reynda yfir því að klúbburinn sé lokuð klíka, það rigni of mikið upp í nefið á Hardcore og að ekki sé tekið vel á móti byrjendum.
  Það verður að viðurkennast að þetta er gömul lumma. Hallgrímur Magnússon lýsti þessu einu sinni á fundi hjá Ísalp að hann hafi komið niður í klúbb fyrir tvítugt og því sem næst spurður hvað hann væri eiginlega að vilja upp á dekk. HM fór víst öfugur út aftur og sást ekki fyrr en mörgum árum seinna. Það drepfyndna við þessa uppákomu var að þarna var Hallgrímur orðin þaulvanur ferðamaður og „kallinn“ (5 árum eldri) sem hann spjallaði við var Páll Sveinsson, seinna formaður ísalp. Þeir tveir urðu síðan samgrónir klifurfélagar og Hallgrímur gekk í félagið.
  Ég er þess fullviss að Páll tók ekki illa á móti Hallgrími en það virðist lengi hafa verið svo að menn upplifi einhverskonar þröskuld við fyrstu kynni sín af klúbbnum. Sjálfur var ég búinn að fást nokkuð við fjallamennsku þegar ég fór að mæta á myndasýningar og drykkjusamkomur hjá Ísalp og líkaði ágætlega. En ég hafði aldrei haft það sem hugsjón að ganga í félagið.

  Þegar ég ræði um ÍSALP við eldri larfa en mig (ég hitti t.a.m. Helga Ben um daginn) kemur ALLTAF upp sama viðhorfið:
  Námskeiðahald og áhugaverðir fyrirlesarar/myndasýningar hafa skilað flestum inn í félagið.
  Sjálfum finnst mér Banff, Telemarkfestival og Ísfestival vera stólpagóðir viðburðir. Það er jafnvel ástæða til að upphugsa fleiri viðburði af þessari stærð. Hvað með árlegan fjallaskíðadag á Heklu sem auglýstur er á öllum skíðasvæðum yfir veturinn…?
  Síðan er farið í hópskíðun á fjallið e-h helgi í mai/juni og hafa helgina á eftir til vara! Á vorin má aka þarna uppundir snjó á óbreyttum jeppum.
  -Það mætti jafnvel bjóða upp á fyrirlestur/myndasýningu um fjallaskíðun og líka námskeið

  Á heimasíðunni er linkur sem heitir „um ísalp“.
  Þarna má skrifa meira um félagið og beina ´því að mönnum hvaða gagn þeir geta haft að aðild. Sjálfur líri ég víst enn á grein um Bratta sem á að fara á síðuna undir umfjöllun um skála.

  Aðgengi.
  Ég tek eftir því núna að á opinni síðu má finna ársreikning isalp.
  Þetta finnst mér óþarfi, ársreikningur á vissulega erindi við alla félagsmenn en ekki aðra.
  Umræðusíðan finnst mér að eigi að vera fyrir félagsmenn eingöngu. Það er æskilegt að hægt sé að sjá fyrirsagnir síðustu pósta á forsíðu en menn verði að skrá sig inn til að lesa framhaldið. Það hefur brunnið við að umræða af heimasíðunni hefur ratað í fjölmiðla án þess ða eiga þangað erindi og án þess að þeir sem tóku í henni þátt hafi ætlast til að upplýsingarnar færu útfyrir félagið. Hinsvegar er æskilegt að boðið sé upp á opin spjallþráð undir heitinu fyrirspurnir þar sem gestir og gangandi geta sett inn fyrirspurnir um klúbbin og dagskrá.

  Þetta er nú bara hundavaðsyfirferð en ég er bjartsýnn á ÍSALP. Það verður áfram nokkuð fyrirhöfn að „markaðsetja“ fjallamennskuna og í því samhengi mikilvægast að það sé gert þannig að viðburðir séu góðir frekar en fjölmennir. Þar með er ég ekki að segja að þeir eigi ekki að vera stórir, heldur að mikilvægt er að halda sérstöðu og „standard“

  Ég er yfir höfuð ánægður með heimasíðuna. Ég ásamt nokkrum öðrum mættum bæta inn viðbótarefni sem ég hf þegar tæpt á.
  Einnig tel ég að síðan eigi fyrst og fremst að vera fyrir félaga. Góð dagskrá á að draga menn í félagið.

  #49654
  Karl
  Participant

  Skelli þessu fram þar sem ég var þegar tengdur…

  Í stað ritstýrðra frétta af fjallamennsku í útlandinu mætti vera síða þar sem ísalparar geta sett inn slóðir á áhugaverða erlenda umfjöllun um fjallamennsku. Gott væri að menn fylgdu þessu úr hlaði með 2-3 línum!

  #49655
  2806763069
  Meðlimur

  Vel rökstutt og hjómar allt satt og vel, þó stundum hafi ég verið annarar skoðunar.

  Góði gæinn.

  #49656
  Hrappur
  Meðlimur

  Sammála Karli Th. að öllu leiti. Jafnframt væru leiðarvísar sem settir væru á netið aðeins fyrir félaga. Utanfélags menn gætu þá bara farið og verslað pappírsútgáfuna. Þar væri komin en ein ástæðan til að ganga í Klúbbinn og ekki þyrfti að tönglast sí og æ, á sögunni um litlu gulu hænuna eða að vitna í J.F.K um hver geri hvað fyrir hvern.

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
 • You must be logged in to reply to this topic.