Klifur í Brynjudal

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Klifur í Brynjudal

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47436
    Freyr Ingi
    Participant

    Hæ, eins og fram hefur komið var fjölmennt í Brynjudal á laugardaginn síðasta. Þar hittust fyrir 11 stk sem höfðu það að leiðarljósi að lemja klaka.

    Gerðum við það í skál einni við Þrándarstaðafossa en neðri fossinn er vatns- og svipmikill og fellur fram af ca. 15 metra klettabelti.
    Myndir:
    http://gudmundurtomasson.photoshelter.com/gallery/Brynjudalur-Climbing-October-30-2010/G00009IY8cjo9D9Q/P0000wfosB1xpXkk

    Við vorum í efri skálinni og fundum þar vatnsminni og þar af leiðandi frosnar lænur sem dugðu til að skemmta okkur öllum það sem eftir lifði dags.
    Aðgengi uppfyrir leiðir þokkalegt og þægilegt að finna ofanvaðsmöguleika.
    Svei mér ef þetta er ekki eins og sniðið fyrir jólaklifur Ísalp eða álíka klifurferðir.

    http://ja.is/kort/#x=386197&y=430514&z=8&type=aerial

    http://picasaweb.google.com/freskur/20102011#

    Annars endaði ég með óvenju mikið magn búnaðar sem ég kannast ekki við.
    1 BD tvistur, hvítur
    1 BD læst karabína
    1 On sight slingur, blár
    2 Mammut slingar, hvítir.

    kv,

    Freyr
    868-8754

    #56124
    Skabbi
    Participant

    Já, þetta var mikil snilld. Svona verða bestu partýin, eiginlega óvert uppúr þurru. Það er í sjálfu sér merkilegt að það skuli alltaf finnast nýjir og nýjir stórgóðir staðir rétt við bæjarmörkin.

    Gleðin í Brynjudal hélt áfram daginn eftir hjá okkur Gulla og Jósef. Óríon var það á sunnudaginn, og hann er F E I T U R!

    Meira síðar, + myndir.

    Skabbi

    #56136
    0502833219
    Meðlimur

    Ég, Jón og Geiri vorum þarna 26 des. klifruðum fyrsta fossinn (Geiri leiddi) inní skálina síðan fossanna tvo hægrameginn í skálinni (Jón og Geiri leiddu) og löbbuðum síðan inn gilið fyrir ofan skálina og klifruðum einn foss þar (ég leiddi).
    Hættum snemma vegna þess að allir voru að fara í jólaboð.
    Það eru fleiri fossar inni í gilinu stuttar en erfiðar, það sem við sáum allavegana.

    Kv.
    Siggi

    #56144

    Sé þarna að Gummi Stóri er að taka myndir hangandi af Marianne í mega-axsjóni. Gummi, einhverjar myndir komnar online af þessu?

    #56146
    Gummi St
    Participant

    Neibb ekkert online, Gummi T. var aðallega að mynda þó ég stælist aðeins í það… Sé til hvort ég set eitthvað inn, læt þá vita..

    -GFJ

    #56152
    Skabbi
    Participant

    Henti nokkrum myndum frá síðustu helgi inn á píkösu.

    http://picasaweb.google.com/skabbi/Brynjudalur8Og9Januar2011#

    Allez!

    Skabbi

    #56155
    2301823299
    Meðlimur

    Flottar myndir, sérstaklega frá Óríon

    Kv,
    Óðinn

    #56164
    Siggi Tommi
    Participant

    Er ekki málið að bolta eitthvað af þessu mixlænum í þessu Þrándarstaðagili eða hvað þetta heitir?
    Lúkkar aðgengilegt og hresst.

8 umræða - 1 til 8 (af 8)
  • You must be logged in to reply to this topic.