jöklatjöld fyrir kvikmynd

Home Umræður Umræður Almennt jöklatjöld fyrir kvikmynd

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47373
    freyja
    Meðlimur

    Mig vantar nokkur jöklatjöld fyrir leikmynd í bíómynd sem er að fara í tökur á næstu dögum. Er einhver hérna sem á svoleiðis grip sem hann er ekki að nota í augnablikinu og væri til í að leigja í smá tíma???

    Ef svo er endilega hafið samband í síma 8455090 Freyja

    #57091
    Sissi
    Moderator

    Tékkaðu á http://www.mountainguides.is/ samanber hinn þráðinn sem þú startaðir. Þeir eiga slatta af jökla-túrhestatjöldum sem eru ekki í notkun núna og hugsanlega hægt að díla við þá.

    Jöklatjöld eru býsna dýr (sjálfsagt yfir 100 þús kall týpan sem flestir nota, TNF VE-25) og auk þess aðeins meira trikkí í uppsetningu og umgengni = auðvelt að skemma eitthvað sem getur skipt miklu máli. Mér þykir því afar ólíklegt að einstaklingar láni sinn persónulega búnað.

    #57094
    freyja
    Meðlimur

    Já ég geri mér fulla grein fyrir því, er að fara á námskeið í að tjalda svona tjöldum. Ég er líka búin að tala við mountainguides og þeir eru að athuga málið fyrir mig. Málið er bara að ég vil fá sem mesta feedback af því að ég veit ekki hvort þeir geti lánað mér búnað svo að mér datt í hug að auglýsa hér.

    Leikmyndadeildin er líka mjög pró í þessu verkefni, allir þaulvanir og vanir að meðhöndla dýrmæta hluti :)

    kv
    Freyja

    #57096
    2607683019
    Meðlimur

    Sæl Freyja,

    Ef svo vill til að tökur séu á suðausturlandi þá er ég með tilboð fyrir ykkur.

    Ég er með 4 Marmot Thor tjöld sjá http://marmot.com/products/thor_3p?p=118
    3 þeirra eru 3ja manna og eitt 2ja manna. Ég er til í að leigja þau í nokkra daga á 25.000 kr stykkið, sem sagt 100.000 öll fjögur. Er í Öræfum á suðausturlandi.
    Einar hjá Öræfaferðum í síma 8940894

    #57097
    Karl
    Participant

    Nú veit ég ekkert um hvaða kvikmyndverkefni þetta er að hverjir standa að því.

    En vert er að hafa í huga að stærri kvikmyndaverkefni eru rekin á einnota kennitölum vegna ákæða um vsk endurgreiðslur.

    Ég ráðlegg engum að lána eða selja eitt eða neitt til kvikmyndagerðar nema gegn staðgreiðslu eða góðum tryggingum.

    #57100
    freyja
    Meðlimur

    Þakka þér fyrir Einar, verð í sambandi við þig.

    #57110
    freyja
    Meðlimur

    Takk fyrir tilboðið þitt Einar.
    Ég hef fengið jöklatjöld leigð annarsstaðar en þakka þér samt kærlega fyrir viljann til að aðstoða.
    Bestu kveðjur
    Freyja

    #57786
    Sissi
    Moderator
    Freyja Vals Sesseljudóttir wrote:
    Já ég geri mér fulla grein fyrir því, er að fara á námskeið í að tjalda svona tjöldum. Ég er líka búin að tala við mountainguides og þeir eru að athuga málið fyrir mig. Málið er bara að ég vil fá sem mesta feedback af því að ég veit ekki hvort þeir geti lánað mér búnað svo að mér datt í hug að auglýsa hér.

    Leikmyndadeildin er líka mjög pró í þessu verkefni, allir þaulvanir og vanir að meðhöndla dýrmæta hluti :)

    kv
    Freyja

    http://www.visir.is/langjokull-gleypti-tokustad-frosts/article/2012706059985

    Sama dæmið? Þetta lítur mjög pro út amk…

8 umræða - 1 til 8 (af 8)
  • You must be logged in to reply to this topic.