Jéssss, vefurinn kominn upp!

Home Umræður Umræður Almennt Jéssss, vefurinn kominn upp!

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46933

  Jæja, þá er vefurinn loksins kominn upp. Það að missa hann út í smá tíma fékk mann bara til að átta sig á því hversu mikilvægur hann er. Þetta er sannarlega lífæð klúbbsins. Ég er viss um að ýmislegt hefur safnast upp sem þarf að líta dagsins ljós.

  Ég skal byrja og benda á að það hefur bæst við slatti af myndum úr Tvíburagili á gallerýið mitt: http://retro.smugmug.com/

  Væri gaman að heyra sögur af því hvernig fólki leið meðan vefurinn lá niðri. Var þetta a) algert disaster, þið b) tókuð ekki einu sinni eftir því eða c) fínt að fá smá pásu… Hvaða áhrif hafði þetta á sálarlífið ;)

  #53835
  2205892189
  Meðlimur

  Jibbbí! er búinn að vera þunglyndur meðan ísalp hvarf!

  #53836
  1908803629
  Participant

  Þetta var óneytanlega erfitt… hvað var málið?

  #53837
  0112873529
  Meðlimur

  Jááá það var mikið. ????????

  #53838
  0808794749
  Meðlimur

  úff. þvílíkur léttir.
  maður var farinn að leita uppi kontakta í bréfdúfubransanum!

  nú hlitur fólk að buna út úr sér fréttum, fyrirspurnum og öllu hinum sem ekki hefur fundið sér farveg síðustu allt of marga dagana!

  já og svo eru allir að fara skrá sig á telemark-madnessið sem verður eftir 2 vikur!

  #53839
  0808794749
  Meðlimur

  sálarlífið!
  þetta var mesta blues helgi/vika síðan sögur af mínu sálarlífi hófust.
  lág á f5 takkanum og grét þess á milli. eða svona næstum því allavegana.

  #53840
  2806763069
  Meðlimur

  Bjöggi – flottur!

  Það er alveg þess virði að bíða smá þegar maður á von á svona augnakonfekti.

  #53841
  Sissi
  Moderator

  Skemmtilegt líka að þarna er Björgvin að setja inn myndir í línu við hið svokallaða Skabbafall, en samkvæmt því er jákvæð fylgni milli fjölda pixla í ljósmynd og tíma sem tekur að koma henni á netið. Það væri nú gaman ef einhver verkfræðingurinn myndi setja Skabbafallið fram myndrænt? Og þá spurning hversu langan tíma tæki að koma því á netið, fer væntanlega eftir því hversu stór skráin yrði?

  #53842
  0311783479
  Meðlimur

  mig grunar ad margann verkfraedinginn klaejar i fingurna vid svona askorun!

  #53843
  Steinar Sig.
  Meðlimur

  Hvernig fórum við að fyrir tíma internetsins?

  #53844
  AB
  Participant

  Undanfarna viku hef ég ráfað um, stefnu- og eirðarlaus með öllu. Ég byrjaði að nota heróín, missti vinnuna, konan fór frá mér og svo eru ekki einu sinni ísaðstæður.

  Ég kenni vefhýsingaraðila isalp.is um þetta og mun fara fram á skaðabætur.

  Ef ekki væri fyrir fáránlega flottar klifurmyndir Bjögga þá hefði ég sennilega lagst niður og dáið.

  Kveðja,

  AB

  #53845
  Gummi St
  Participant

  þetta var erfiður tími og vel uppbætt af myndunum hjá þér Bjöggi ! Mjög flottar

  #53846
  1908803629
  Participant

  Þetta eru rugl flottar myndir, two thumbs up!

13 umræða - 1 til 13 (af 13)
 • You must be logged in to reply to this topic.