Hvar eru leiðirnar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Hvar eru leiðirnar

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47173
    2808714359
    Meðlimur

    Á gömlu heimasíðunni var hægt að finna leiðarvísa yfir helling af ísklifurleiðum. Veit einhver hvar þetta er núna, ég finn bara eitthvað smotterí undir liðnum „efni“.

    kv
    Jón H

    #54907
    Björk
    Participant

    Á gömlu síðunni var fídus sem hét skráning leiða og þar var að finna fullt af leiðum.
    Það er ekki búið að klára þann hluta síðunnar.

    Aftur á móti er búið að setja inn öll ársritin og nokkra leiðarvísa á pdf formi sem má finna undir efni. Maður þarf að vera innskráður.

    Annars má finna ýmislegt á netinu og þar á meðal gömlu síðuna í gegnum vefsafn.is

    Hér má finna þær leiðir sem voru skráðar:

    http://wayback.vefsafn.is/wayback/20081114102239/http://www.isalp.is/route.php?op=l&t=1

    Vil annars þakka þér fyrir mjög skemmtilega grein sem ég hvet alla til að lesa undir greinar hér á forsíðunni.

    #54918
    2808714359
    Meðlimur

    takk takk Björk, þetta er það sem ég var að leyta að. Mér sýnist nú samt í fljótu bragði að það vanti eitthvað af leiðum þarna.

    Það væri rosalega gott að fá þetta aftur inn á vefinn, enn betra væri ef þetta væri flokkað eitthvað niður í landsvæði eða klifursvæði.

    Gott að þér líkaði greinin. Ef þú eða aðrir hafa ráð, spurningar, gagnrýni á það sem kemur fram er spjallið góður staður.

    kv
    Jón H

    #54919
    Siggi Tommi
    Participant

    Athyglisverð ferðasaga…
    Ekki oft sem svona ævintýri gerast á litla Íslandi. Gaman aðessu.

    Takk fyrir að deila þessu með okkur.
    Menn eru leiðinlega feimnir við að deila svona reynslusögum og það þýðir bara að aðrir læra þá ekkert af reynslu viðkomandi.

    Hef svo sem engin ráð eða gagnrýni á takteinum. Maður áttar sig ekki nógu vel á aðstæðum útfrá svona lýsingu til að geta komið með einhver besservisser komment. :)

    Farið varlega næst og passið að reynslan í hópnum sé í takt við metnaðinn í klifrinu. Svona ferðir eru óneitanlega besta leiðin til að ná sér í reynslu þannig að ekki láta þetta fæla ykkur úr sportinu heldur bakkið bara eitt skref eða tvö og haldið áfram á sömu braut.

    #54920
    Sissi
    Moderator

    Heyrðu já, ég var búinn að ætla að skrifa eitthvað eins og Siggi Tommi síðan ég las þetta. Sýnir hugrekki að skrifa þetta og ekki síður að kalla út mannskap, og ég verð að hrósa ykkur fyrir bæði.

    Hlutirnir eru ótrúlega fljótir að breytast í einhver clusterfuck, stundum bara á einni sekúndu. Það gerðist aldrei og þið virðist hafa haldið haus allan tímann, haldið ákveðinni yfirvegun, kannað valkosti og tekið ákvarðanir. Það er glæsilegt. Og örugglega ástæðan fyrir því að þetta endaði svona vel. Slysin gerast þegar allir stressast upp og fara að flýta sér upp eða niður.

    Þannig að ég segi bara eins og ST, reynið að mjólka út úr þessu allt í reynslubankann sem þið getið, margt sem mér fannst áhugavert sjálfum, og kaupið raketturnar á réttum stað.

    Þakka lesturinn.

    Sissi

    #54921
    AB
    Participant

    Ég má líka til með að hrósa ykkur fyrir að deila þessari reynslusögu með klifursamfélaginu. Sömuleiðis finnst mér frábært hjá ykkur að ráðast í svona ævintýraklifur. Það eru alltof fáir sem stunda íslenskt „alpaklifur.“

    Það er líklega rétt hjá þér að margt smátt hafi leitt til þessara vandræða. Þetta með þyngdina á pokanum er erfitt viðfangsefni: Ef þú tekur lítið dót þá ertu léttari, fljótari að ganga upp að leiðinni og klifra hana. Það munar um hvert kíló. Hins vegar ertu verr settur ef eitthvað kemur upp á. Þar sem þið voruð fjórir á ferð ætti þyngdin ekki að hafa verið ofvaxið vandamál — þið hljótið að hafa deilt dótinu á milli ykkar.

    Miðað við frásögnina þá virðast mér viðbrögð ykkar mjög þroskuð og yfirveguð — ekki síst að hafa kallað til aðstoð tímanlega.

    Ég tek undir með Sigga og Sissa: Climb on! Þetta er fínasta innistæða í reynslubankann.

    Þetta fjall er auðvitað magnað og ég veit ekki til þess að neinn hafi klifrað þarna að ráði. Einhver sem veit betur?

    Eigið þið myndir frá þessum degi?

    Kveðja,

    AB

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
  • You must be logged in to reply to this topic.