Föstudagsskeyti

Home Umræður Umræður Almennt Föstudagsskeyti

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45424
  1704704009
  Meðlimur

  Maður er orðinn langeygur eftir fjallgöngu- og útilegusögum hér á vefnum. Best að leggja eitthvað til málanna sjálfur í stað þess að kveina. Hér er ein ljúf á Botnssúlur nú fyrr í okt.

  Að loknum vinnudegi var bifreiðinni stýrt upp að Stóra Botni og skófatnaður og ullarbrækur tekin fram. Þögnin ein ríkti uns Bubbi byrjaði á „Blindsker“ í útvarpinu og um leið kastaði máninn dramatískri birtu á vellina fyrir neðan. Það var orðið almyrkt þegar ég gekk af stað áleiðis upp að Glym. Höfuðljósið vísaði mér veg og skuggarnir í Glymsgili voru eins og draugar aftan úr grárri forneskju. Aldrei hef ég upplifað Hvalfjarðarbotninn svona sterkt. Makalaust hvað myrkrið gerir kunnug svæði dulúðug. Það var fjári kalt þetta kvöld og heitur kaffibollinn við Glym sló samstundis í gegn. Það fór ekki miklum sögum af þessu brölti fyrr en við komum að Hvalvatni undir fullu tungli klukkutíma síðar. Og þar var slegið upp tjaldi og reynt að verjast hvassviðrinu sem farið var að ágerast. Hlýr dúnsvefnpokinn varð mín önnur móðir þessa nótt og í værum svefni stökkti ég á brott öllum skrímslum næturinnar. Þau höfðust vel við, helköld og viðbjóðsleg fyrir utan tjaldið í 9 stiga frosti vel að merkja.
  En það var ekki fyrr en um morguninn sem Ísland sýndi fallegu börnin sín handan Hvalvatnsins, eins og nýböðuð upp úr morgunsólinni, ja, hádegissólinni segjum. Háasúla fyllti brjóstkassann sinn og var montið uppmálað svei mér þá. Hefi ég aldrei séð hana eins fallega, það get ég svarið. Klöngrið fyrir vatnið gekk sinn vanagang uns komið var í Hvalskarðið. Ljóst var að ekki gæfist tími til að ganga á Háusúlu og því urðu Botnssúlur gegnt Hvalfelli fyrir valinu. Þetta reyndist hin skemmtilegasta ganga upp hrímaðar skriður og stórgrýtta urð uns komið var ofarlega í fjallið með glænýjum fönnum, nokkuð hörðum og bröttum að vísu svo broddasöknuður var nokkur. En á tindinum blés ægilega af norðaustri og enn ægilegra var stórfenglegt útsýnið á hinar Súlurnar og allt inn að Hlöðufelli og Högnhöfða ef ég man rétt. Já, þetta var sannarlega skemmtileg fjallganga. Alltaf gaman að fara með tjald úti í náttúruna og ganga á eitt fjall eða svo. Með mér voru þeir Aron Pétur Karlsson og Teitur Þorkelsson.

  #48169
  0311783479
  Meðlimur

  Alltaf skemmtilegt að lesa um ferðir alpaklúbbsfélaga. Þessi er engin undantekning á því og bara virkilega hressandi.

  Þetta þarf alltaf að vera WI-<mikið> eða „rennt-sér-mjög-bratt“, svo menn þori að pósta á síðuna ;o)

  -kveðja
  Halli

  #48170
  1709703309
  Meðlimur

  Fínn pistill, gott að við munum hvar við byrjuðum þetta allt saman.

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
 • You must be logged in to reply to this topic.