Eilífsdalur

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Eilífsdalur

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45856
  Anonymous
  Inactive

  Fórum félagarnir ég og Thornbjörn í dalinn og er þar nægur ís hvar sem litið er. Þilið er í aðstæðum með efstu spönina frekar erfiða en að sama skapi skemmtilega. Tjaldsúlurnar eru frosnar en sú lengst til hægri er mjög blaut og sú í miðjunni er í mögnuðum lóðréttum aðstæðum þó svo að þar megi sennilega fá á sig smá bleytu. Súlan lengst til vinstri er alveg orðin þurr. Það var mikil ísmyndum þarna og gat maður nánast séð súlurnar vaxa. Einfari er íslaus og snjólaus efst og komin smá ísvottur í leiðinni alveg lengst til vinstri í Einfaranum. Þrátt fyrir langan göngutúr var þetta vel þess virði að fá aðeins að strjúka ísöxunum og taka svolítið á því.
  Ísklifurkveðja.

  #48219
  Stefán Örn
  Participant

  Hvaða leið fóruð þið?

  Nær Eilífsdalurinn að hanga í aðstæðum e-a daga ef ekki hlýnar mikið meira?

  #48220
  Anonymous
  Inactive

  Það er algerlega öruggt að ef ekki hlýnar mikið meira þá fer hann létt með það. Aðstæðurnar þarna eru talsvert ólíkar því sem gerist á láglendi eins og Múlafjalli. Við fórum Vinstri Súluna og var það stutt en mjög skemmtilegt klifur.

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
 • You must be logged in to reply to this topic.