Atvinna í boði

Home Umræður Umræður Almennt Atvinna í boði

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45471
  2806763069
  Meðlimur

  Starfsfólk vantar

  Vegna sí aukina umsvifa íslenskra fjallaleiðsögumanna er fyrir tækið stöðugt í leit að fleirri hæfileikaríkum einstaklingum til að starfa í leiðsögn.

  Mest vöntun er á fólki sem hefur yfir fjallamennsku reynslu að ráða til að fara ferðir í Sólheimajökul og á Hengilssvæðið. Einnig vantar oft afleysingar í jöklaferðir í Skaftafelli.

  Allir leiðsögumenn okkar sem vinna í fjallamennsku fá starfsþjálfun hjá fyrirtækinu en auk þess eru gerðar kröfur um reynslu og bakgrunn.

  Lágmarks kröfur eru:
  Fjallamennsku reynsla sem spannar amk 3 ár bæði vetur og sumar.
  Einhver reynsla af klifri hvort sem er í klettum eða ís (4.gr.ís eða 5.8 klettum)
  Lágmarks aldur er 22 ár.
  Skyndihjálparkunnátta
  Góð enskukunnátta (talmál)
  Sjálfsöryggi og góð framkoma

  Auk þess hjálpar eftirfarandi:
  Aukin ökuréttindi
  Kunnátta í fleirri tungumálum
  Tæknileg klifurgeta umfram lágmarkskröfur
  Skíðakunnátta
  Þátttaka í stærri ferðum og leiðöngrum
  Þjálfun í brattlendisbjörgunum / starf í björgunarsveit
  Hafa lokið fagnámskeiðum björgunarskólans
  Reynsla – af kennslu/ -af að vinna með fólki
  Hafa lokið “Fyrsta hjálp í óbyggðum” námskeiði
  Hafa lokið öðrum alþjólegum námskeiðum svo sem “level 1” snjóflóðanámskeiði.

  Íslenskir fjallaleiðsögumenn sjá fram á stöðuga aukningu í fjallamennsku tengdri starfsemi á næstu árum. Því getur hér verið um að ræða gott tækifæri fyrir rétta einstaklinga til að ná sér í skemmtilega aukavinnu / summarvinnu og jafnvel fulla vinnu til framtíðar.

  Starfsþjálfunarnámskeið fyrir vinnu á jöklum verður næst helgina 4. og 5. júní.

  Umsóknir með upplýsingum um ofangreint sendist á ivar@mountainguide.is

  Fyrirtækið er einnig stöðugt á höttunum tungumálafólki til að fara léttari ferðir yfir sumartímann. Þá er engin krafa gerð um fjallamennskureynslu en ætlast til að leiðsögumenn hafi reynslu af almennri útivist og hæfileika til mannlegra samskipta auk góðrar tungumálakunnáttu. Próf í almennri leiðsögn og eða gönguleiðsögn er mjög æskilegt.

  Algengasta tungumálið er franska en þýska og spænska koma einnig til greina.

  Ívar F. Finnbogason

  #49456
  0310783509
  Meðlimur

  Kæru Vinnuveitendur og aðrir þeir sem hafa áhuga á að gefa okkur pening.

  Við erum tveir sem höfum stafað sem skíðarónar í Chamonix í nokkra mánuði og höfum yfir hinum ýmsustu grunnþekkingum að ráða. Viljum alls ekki koma heim og erum að leita að vinnu sem felur í sér eitthvað voða lítið sem gerast má yfir internetið helst bara á mánudagskvöldum milli 7 og níu. Erum ekki að leita að framtíðar atvinnumöguleikum því það slítur svo í sundur dagana sem eru betur nýttir til annarra hluta. Við höfum yfir tveim tungumálum að ráða á milli okkar en þau teljast bæði til Ís-slenku. Erum ekki með ökuleifi annar haltrar aðeins og hinn slefar örlítið en saman getum við alveg talist til heilbrigðar persónu með góða persónuhæfileika. Höfum lokið fyrstu og annari björg í óbyggðum en það er einmitt þessvegna sem annar haltrar og hinn slefar og hvorugur er með ökuleifi vegna óhóflegrar neyslu áfengra drykkja eftir langt þunglyndi sem fylgdi þeirri reynslu. Annar lauk gönguleiðsögn hjá dáleiðsluskóla MK og jókst slef framleiðslan til muna eftir það og dóu einnig margar heilafrumur sem ekki mátti við því magn var af skornum skammti fyrir. Við kunnum báðir Vertical Limit utanbókar og ekki má gleyma Cliffhanger.

  Jæja nú er klukkan orðin 6 og tími til kominn að stympla sig inn á pöbbinn. Áhugasamir vinnuveitendur og aðrir góðviljendur vinsamlegast sendið svar til Sendiráðs Íslands í Chamonix, Recidents Carlton, 74400 France eða leggið inn á bankareikning #1113-26-08123 kt. 031078-3509

  Takk fyrir og góða skemmtun í rigningunni.
  Lobster og Stymmulator

  #49457
  2401754289
  Meðlimur

  Ja Chammarar,

  thad er vist nog ad gera a gotuhornum baejarins um thetta leitid a manudagskvoldum! Skylda ad vera i minipilsi, netsokkabuxum og vera ad sjuga sleikjo!!!
  Ekki lata leidast i hanakamba og ad hanga i Les Chucas(eda hvad thessi video pubb er kalladaur) thar sem ykkur verdur tha sparkad ut. Ekki er heldur gott ad reyna ad drepa dyraverdi thar sem their veita ykkur godar betur um kunna (Stymmi thekkir thetta allt of vel;)

  Annars er pudrid alltaf jafn djupt herna og thad vaeri jafnvel gaman ad sja Fronara koma i heimsokn…

  Freon

  #49458
  2806763069
  Meðlimur

  Því miður Ísfeld, það er ekki nóg að kærastan þín klifri 5.8, krafan er eiginlega að þú gerir það sjálfur, eða amk 4.gr. ís! Sorry!

  Kannski við lítum framhjá þessu þegar þú ert kominn með trukkaleyfið, svona af því þú hefur svo mikla reynslu af leiðsögn frá NZ.

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
 • You must be logged in to reply to this topic.