Áhugaverð síða

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Áhugaverð síða

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45647
  Skabbi
  Participant

  Á dögum sem þessum lætur maður hugann reika til fjalla, ímyndar sé að maður sé alvöru fjallagarpur sem étur nagla og skítur keðjum. Þetta eru að sjálafsögðu eintómir hugarórar, fátt er fjær raunveruleikanum.

  Þess í stað verður maður að sætta sig við að lesa um alvöru garpa, menn sem aldrei bragða kókópöffs en byrja hvern dag á skál af sex tommu nöglum vættum í rafgeymasýru.

  Einn af þessum mönnum er Andy Kirkpatrick, breskur alpínisti sem heldur úti síðunni http://www.psychovertical.com. Þar er finna sæg af góðum greinum, myndum og sögum um vetrarfjallamennsku. Ég mæli sérstaklega með smásögunum undir tenglinum „Words“.

  Góða skemmtun.

  Allez!

  Skabbi

  #50815
  0311783479
  Meðlimur

  Ég fór á fyrirlestur/myndasýningu hjá honum fyrir 2 árum í Edinborg, merkilegur kappi – lá við slagsmálum þegar hann sakaði skotana um að vera „weak“ þegar það kæmi að alvöru söfferi.

  hg

  #50816
  2806763069
  Meðlimur

  Horfði á myndbandið með Steve House sem bent er á á síðunni. Alger snild, lærði nokkra nothæfa hluti sem ég kem aldrei til með að nota, því ég er kelling (nema þetta með að snú gaskútnum á hvolf) !

  Svona Alpinism Fast and Light video.
  Hér er það:

  http://video.google.com/videoplay?docid=6682751795170095622&q=climb

  Svo er kallinn líka með húmor-eins og kemur fram í lokin!

  #50817
  2806763069
  Meðlimur

  Já og svo var það þetta hérna líka:

  http://video.google.com/videoplay?docid=507732229697832036

  Klikkað atriðið! Líklega eitt það flottasta sem gert hefur verið, ever!

  #50818
  #50819
  2401754289
  Meðlimur

  Jamm, þessi fótalausi gerir lítið úr manni. Við Einar Ísfeld klifruðum þennan vegg í fyrra og var það nægilega mikil áreynsla með báða jafnfljótana!
  freon

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
 • You must be logged in to reply to this topic.