Re: Svar:Tryggingamál

Home Umræður Umræður Almennt Tryggingamál Re: Svar:Tryggingamál

#54805
Skabbi
Participant

Einhverra hluta vegna virðast stórir erlendir klúbbar geta boðið upp á klifur/skíðatryggingar á tiltölulega viðráðanlegu verði (BMC býður ýmsar klifur og skíðatryggingar á 100 – 150 pund árið). Hvernig þær tryggingar eru útfærðar veit ég ekki en giska á að það sé í samstarfi við e-t stórt tryggingafélag. Það mætti vel kann hvernig það samstarf varð til og er við haldið. Íslenskir ísklifrarar sem hagsmunahópur held ég að hossi ekkert sérlega hátt. Það væri nærtækara að leita til samstarfs við stærri klúbba sem eru með sín mála á tæru.

Í því samhengi verð ég að segja að ég skautaði í gegnum síðu UIAA og gat ekki með nokkru móti fundið neitt sem bendir til þess að meðlimir þess séu á e-m sérkjörum hvað tryggingar varðar. Ef e-r veit betur má gjarnan leiðrétta það. Ef það er staðreyndin að öll þau félög sem aðilar eru að UIAA fá tryggingar á vildarkjörum held ég að það væri sterk ástæða til að þess að skoða inngöngu aftur.

skabbi