Re: Svar:Tryggingamál

Home Umræður Umræður Almennt Tryggingamál Re: Svar:Tryggingamál

#54798

Ívar, þú ert fyrirmyndardrengur! Það er einmitt þetta sem er gott að fá, frumkvæði frá félagasmönnum og að þeir séu tilbúnir að leggja eitthvað af mörkum sjálfir. Starf (og stjórnun) klúbbsins verður alltaf flóknara og viðameira með hverju árinu og álag eykst á stjórn í samræmi við það. Því veitir okkur ekkert af allri þeirri hjálp sem býðst.

Þetta er vel athugað með tryggingamálin. Það hafa flestir verið að pæla í þessum málum á einhverjum tímapunkti en viðmótið frá tryggingarfélögunum hefur ekki verið mjög hlýlegt í garð ísklifrara t.d. Eins og þú segir, þá erum við stór og stækkandi hópur og alveg örugglega hægt að mynda góðan þrýsting og samstöðu.

Aðstoð þín er hér með þegin með þökkum.