Re: Svar:The Beckoning Silence

Home Umræður Umræður Almennt The Beckoning Silence Re: Svar:The Beckoning Silence

#54622
Sissi
Moderator

Dave MacLeod póstar skemmtilegu vídeói af oldschool vetrarklifri í Ben í dag. Veit ekki af hverju en mér fannst geðveik stemning að horfa á þetta, ekki nema 8 mínútur.

http://davemacleod.blogspot.com/2009/10/nevis-soloing-in-winter-with-cunningham.html

Reyndar hef ég alltaf verið að furða mig á því af hverju það er svona lítil hefð fyrir þessum brölt leiðum hérna heima, menn fara bara beint úr sumarrölti á Þverfellshorn í Rísanda.

Ég er allavega massíft að fíla leiðir eins og Kistufellshorn, NA hrygginn á Skessuhorni osfrv. Langar líka að prófa Andra-hrygg (austan við Þverfellshorn, veit ekki hvað hann heitir) og Nagg í Vesturbrúnum í vetur.

Kalli er eflaust búinn að skíða þetta allt, hehe.

Sissi