Re: Svar:Snjóflóðaýlar

Home Umræður Umræður Almennt Snjóflóðaýlar Re: Svar:Snjóflóðaýlar

#54764
0304724629
Meðlimur

Aðalmálið er að KUNNA á ýlinn. Skiptir ekki miklu máli hvaða ýli þú ert með. Ég nota Barryvox Pulse í vinnunni. Hann er fínn en ansi frekur á rafhlöður og á það til að ruglast og segja STOP ef maður er ekki yfirvegaður og heldur honum beinum. Að sjálfsögðu verður maður mjög yfirvegaður þegar félaginn er grafinn…! Svo er ég með gamlan Ortovox prívat sem virkar vel. Einfaldur og öruggur. Þetta með að geta leitað að mörgum fórnarlömbum í einu, er stórlega ofmetið að mati sérfræðinga a.m.k. í Kanada. Það gerist sárasjaldan að fleiri en einn grafast í sama flóðinu.

Mundu bara að þú þarft að opna veskið all svakalega ef þú ætlar að fjárfesta í ýli núna.