Re: Svar:Ísland á kortið

Home Umræður Umræður Almennt Ísland á kortið Re: Svar:Ísland á kortið

#54716
valdimar
Meðlimur

Hæ hæ.

Það er rétt að kostnaðurinn er kanski hár til þess að komast í svona samband, en hver er ávinningurinn?

Nú veit ég að önnur lönd eins og Holland, Þýskaland, Belgía ofl. evrópskar þjóðir eru tengd í þessum UIAA & IFSC samtökum.

Fólkið sem er á toppnum í íþróttagreinum eins og boulder, sportklifri, drytooling, ísklifri & alpamennsku í sínum löndum geta hlotið góða aðstoð og góða nýtingu á því að vera í svona samtökum.
Sem dæmi eru topp knattspyrnu & handknattspyrnu menn og konur á íslandi(ekki UIAA IFSC samtökum heldur í öðrum samtökum tengt ÍSÍ) með það sem kallast „top sport status“ (sorrý, veit ekki hvað svona kallast á íslensku) en í því geta menn verið með high potential status & A-B status.
Þetta þýðir að ef þú ert mjög góður í því sem þú gerir, líka í tildæmis sportklifri eða drytooling þá getur þú nýtt þér laun eða styrki.
Fólk í A og high potential status fá laun sem Proffesional íþróttafólk, þau mæta á mótaraðir og æfíngar en verða að vera með mjög góðan árang til þess að geta hlotið þessa stöðu.
Fólk sem er með B stöðu njóta styrki sem fjarmagna ferðir til útlanda á mótaraðir og æfíngar.
Það eru nú önnur sambönd í fót & handboltanum en samt er hellíngur af fólki hér á landi (í mörgum íþróttagreinum)sem eru að notfæra sér þessa tegund styrks frá mörgum mismunandi alþjóðlegum íþrótta samböndum.

Við hér á íslandi erum með hæfileikaríkt fólk í mörgum flokkum klifurs.
Það gæti auðveldað þrógun klifurs hér á klakanum fyrir núverandi kynslóðir og næstkomandi kynslóðir til muna ef við værum í UIAA & IFSC, þá gæti til dæmis Ísalp sótt um svona „A eða B“ stöðu hjá ÍSÍ fyrir þessa einstaklínga.
Ég held að styrktar peníngurinn myndi ekki koma uppúr vösum íslenskum félögum heldur myndi það koma frá þessum tveimur alþjóðlegum samtökum & ÍSÍ.
Sem dæmi væri hægt að fjölga sportklifrurum & ísklifrurum sem gætu sótt heimsmeistra mótaraðir og auðveldað þeim æfingaferðir til útlanda.
Guidar gætu farið í guide skólana víðsvegar og fengið sín alþjóðleg réttendi án þess að þurfa að taka einhver lán eða missa tíma vegna miklar vinnu sem fjárhagslegur undirbúníngur.

Ég er ekki að segja að allt er frítt, en ég er bara að meina að svona tækifæri myndu auðvelda fjárhagslegu hliðina hjá hæfileikaríku fólki.

Hvaða leiðir gætum við hér heima tekið til þess að fá nægilega upphæð af krónum til þess að geta greitt inngöngu?

Kv,
Valdimar