Re: Svar:ísalög og aðstæður, uppl.

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur ísalög og aðstæður, uppl. Re: Svar:ísalög og aðstæður, uppl.

#54839
Freyr Ingi
Participant

Tvíburagil Búahamra virðist hafa haft vinninginn um helgina, alla vega hvað ásókn varðar.

Í gær, laugardaginn ferðbjuggumst við Haukur og Gummi T og settum markið á Hvalfjörðinn. Þegar undir Múlafjall var komið var tekinn upp farsími og hringt í í liðið sem ætlaði beina leið upp í Búahamra.
Þótti okkur ástæða til þessa þar sem ís var af skornum skammti á þeim slóðum sem við vorum á og þó sínu mestur í Rísanda, og var hann þó vart nógur til klifurs.
Aðvífandi komu að okkur menn sem hugðust aka inn í Villingadal og taka þar stöðuna. Ekki heyrðist meira af þeirra ferðum þann daginn.
Úr því sem komið var, var ákveðið að taka rútuna til baka og fara út á stoppistöðinni við Tvíburagil og sameinast þeim sem þar voru komin. Það voru því sjö klifrarar að í Tvíburagilinu á laugardag og skapaðist hin prýðilegasta stemming í þessu áður óþekkta sósjal sporti.

Af meiri sósjal stemmingu.

Í dag, sunnudag, var annar eins hópur að störfum í Tvíburagili og síst verri. Þar voru mættir til leiks undirritaður, Guðmundur Tómasson, Robbi, Guðmundur Helgi ásamt félaga, Viðar, Marianne og Ívar.
Ís og reyndar pínulítið af bergi var mulið og klifið fram að myrkri, en þegar hópurinn var á niðurleið birtust tveir Teymisfélagar sem fluttu þunnar fréttir úr Kjósinni en hugðust ná einhverjum klifurmetrum þennan dag, þó dagsbirtan væri nánast að þrotum komin.

Búahamrar: Þunnt, en boltað og ísskyggni að myndast
Hvalfjörður: Þunnt
Eilífsdalur: ?
Villingadalur: ?
Grafarfoss: Varla
Óríon: Jafnvel

kv,

Freyr