Re: Svar:Hvar eru leiðirnar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Hvar eru leiðirnar Re: Svar:Hvar eru leiðirnar

#54920
Sissi
Moderator

Heyrðu já, ég var búinn að ætla að skrifa eitthvað eins og Siggi Tommi síðan ég las þetta. Sýnir hugrekki að skrifa þetta og ekki síður að kalla út mannskap, og ég verð að hrósa ykkur fyrir bæði.

Hlutirnir eru ótrúlega fljótir að breytast í einhver clusterfuck, stundum bara á einni sekúndu. Það gerðist aldrei og þið virðist hafa haldið haus allan tímann, haldið ákveðinni yfirvegun, kannað valkosti og tekið ákvarðanir. Það er glæsilegt. Og örugglega ástæðan fyrir því að þetta endaði svona vel. Slysin gerast þegar allir stressast upp og fara að flýta sér upp eða niður.

Þannig að ég segi bara eins og ST, reynið að mjólka út úr þessu allt í reynslubankann sem þið getið, margt sem mér fannst áhugavert sjálfum, og kaupið raketturnar á réttum stað.

Þakka lesturinn.

Sissi