Re: Svar:Gri Gri og þynnri línur

Home Umræður Umræður Klettaklifur Gri Gri og þynnri línur Re: Svar:Gri Gri og þynnri línur

#54502
Skabbi
Participant

Daði Snær Skúlason spurði:

Quote:
Heil og sæl

Hefur einhver reynslu af því að nota Gri Gri með 9.8 mm línum? Er það ekki alveg að ná að bremsa?

kv. Daði Snær

Ég ætla ekki að segja þér að það sé í lagi að nota 9,8 mm línu þar sem GriGriið er gefið upp fyrir 10-11 mm línur. Hinsvegar er það staðreynd að margir nota GriGri með mjórri línum, án þess að af því hljótist bráður bani.

Hinsvegar verður að hafa í hyggju að 9.8 mm lína, sérstaklega þegar hún er ný, kemur til með að matast MUN hraðar í gegnum tólið en sverari línur og minnka því líkurnar á að GriGriið bíti. Það er því alveg krúsjalt að hafa hægri hendina ALLTAF á línunni, alveg eins og ef um túpu væri að ræða. Það er Í ALVÖRU ekki víst að GriGriið grípi leiðslufall á mjórri línu ef hægri hendin heldur línunni ekki fastri.

Ég nota GriGri eins og kennst er sem „new method í myndbandinu að neðan.

http://www.youtube.com/watch?v=aSVchbjVKLE

Allez!

Skabbi