Re: Svar:Eftir basarinn situr eftir…

Home Umræður Umræður Keypt & selt Eftir basarinn situr eftir… Re: Svar:Eftir basarinn situr eftir…

#54585

Komst því miður ekki á basarinn sem er skítt. Er að leita eftir fjallaskíðum á GÓÐUM díl og helst skinnum.

Hef lítið verið að skíða en langar að prófa meira. Er að hugsa um sirka 170cm, vil ekki hafa þau of stór en er sagt að þrátt fyrir að vera byrjandi þá sé ekki gott að hafa þau of lítil (er 183cm á hæð). Stefni á að setja Silveretta Easy Go 500 bindingar á fjalirnar. Svo þarf maður víst stafi með þessu líka er það ekki?

Ef einhver stereóplankarennslisiðkandinn er ekki lengur sáttur við flexið í skíðunum en heldur að það sé skítnóg fyrir fiktara eins og mig sem mun mest þramma uppá við og áfram (og vonast til að komast heill niður), má hinn sami vera í bandi.