Re: svar: Verkalýðsfélagið og fleira í Tvíburagili

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Verkalýðsfélagið og fleira í Tvíburagili Re: svar: Verkalýðsfélagið og fleira í Tvíburagili

#53795

Já við Siggi mættum um eittleytið uppeftir. Hituðum upp í HFF en þar er ísinn efst farinn að morkna vel og kertin sem maður hliðrar framhjá á hraðri niðurleið. Réðumst svo til atlögu að Símastvíburanum og lögðum hann af velli eftir að hann hafði hrist okkur af sér nokkrum sinnum. Mjög skemmtileg leið.

Siggi gerði sér svo lítið fyrir og krúsaði upp Himinn og haf í annarri tilraun. Vel af sér vikið. Skabbi mætti eitthvað á eftir okkur og við mátuðum okkur aðeins við leiðina líka en ekki varð mjög mikið úr því. En þessar neðstu hreyfingar eru hressandi, we’ll be back.

Eftir að Siggi massi þurfti frá að hverfa þá laumuðumst við Skabbi í Verkalýðsfélagið. Langaði að tékka aðeins á henni án þess að gera okkur miklar vonir. Skemmst frá að segja þá gekk það ekki, þessi byrjun er ekkert grín. Líklega ekki það viturlegasta að reyna sig við hana í lok dags. But one day… one day. :)

Eiríkur mætti uppí gil rétt undir myrkur, þá að koma beint úr Ýringi. Hann eðlilega vildi ólmur fá að berja hið nýa rocodromo Reykjavíkur augum og leist vel á.

Siggi var með vélina sína og við smelltum af nokkrum myndum. Lofum engu fyrir festival. En svo fer ég að drattast til að setja inn myndirnar af Robba í fyrst uppáferð í Himni og hafi, góðir hlutir gerast hægt ;)