Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Varðandi bindingar á stálkanta gönguskíði › Re: svar: Varðandi bindingar á stálkanta gönguskíði

Rottefella eru náttúrulega klassískar og einfaldar bindingar. RotteFella Supertelemark eru fyrir þriggja punkta 75mm tá og eru líklega það léttasta sem þú getur fengið. Síðan eru líka Riva 3 bindingarnar mjög léttar og sterkar en þær eru með smellusystemi aftan á skóinn (svona gormur). Þú getur samt ekki smellt klifurskónum í neina af þessum bindingum. Vinur minn keypti sér skiði um daginn og keypti á þau fritschi bindingar og hann gat smellt La Sportiva Nepal extreme skónum í þær en þær flokkast ekki beint undir gönguskíðabindingar heldur undir fjallaskíðabindingar og eru þyngri og DÝRARI . Ef þú vilt hafa þetta og ódyrt og létt mæli ég með rottefella bindingunum.