Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Valshamar og Bensínbor › Re: svar: Valshamar og batterísbor
22. maí, 2003 at 14:30
#48034

Participant
Varðandi umræður um batterísvélar má kannski bæta því við að það er lítið mál að tengja vélarnar við utanaðkomandi þurrgeyma, sem kosta fáa þúsundkalla og eru því mun ódýrari í rekstri. Vélin sem ég hef verið að nota er 12 volta AEG vél þar sem að batteríin voru orðin löngu ónýt, en í staðin er búið að mixa lítinn þurrgeymi sem maður er með í beltinu, Þar af leiðandi er vélin skítlétt og mjög þægileg að vinna með hana. Þetta system hefur virkað alveg prýðilega. þar með þarf ég hvorki að teljast afar gamall né traustur til þess að fá gamla Hiltibrand lánaðan….
jh