Re: svar: Valshamar

Home Umræður Umræður Klettaklifur Valshamar – ný leið Re: svar: Valshamar

#48808
Ólafur
Participant

Ég veit ekki hvort Páli er alvara en ætli það blundi samt ekki undir niðri í flestum að fara uppí Stardal með borinn og boltana.Það er engin spurning að þar væri hægt að setja upp nokkrar klassaleiðir í erfiðari kantinum. Nú eða bara fara með vélina á allt draslið, skella boltum á 2ja metra fresti í Stúkuna, Skrámuna, Lúsífer, Gegnumbrotið og alla þessa klassíkera. Hvað segja menn um það?

Þrátt fyrir að það sé oft ágætt á kvöldin að dúlla sér í Valshamri þá er hann samt ekki á ísland topp 3 í mínum huga. Mér finnst bara stundum dálítið skrýtið að maður er oft þar í rjómablíðu og hittir sjaldnast aðra en gamlingja og græningja (segir kannski mest um sjálfan mig). Svo kemur maður í Valshamarinn og þar er biðröð í leiðir. Þrátt fyrir nokkrar ágætar leiðir í Valshamri þá finnst mér leiðirnar þar almennt ekki standast samanburð við Stardalinn.