Re: svar: Upptökur á batman í skaftafelli

Home Umræður Umræður Almennt Upptökur á batman í skaftafelli Re: svar: Upptökur á batman í skaftafelli

#48547
Anonymous
Inactive

Sæll Ragnar! Jú alltaf alveg sjálfsagt að hreinsa loftið ekki er vanþörf á því í þetta skiptið.
Eg segi það nú sem stjórnarmaður í Ísalp að það sé sjálfsagt að láta menn vita hvert fyrirhugað er að fara áður en farið er á fjöll. Þetta er nokkur sem margir trassa. En hvern á að láta vita?, klifurfélaga heima í Reykjavík eða þjóðgarðsvörð eða Landsbjörg?? Við Ísalparar erum margir hverjir frekar vanir ferðamenn þó svo að þar inn á milli séu undir og óvanir ferðamenn. Ég persónulega hef oftast látið félaga mína eða fjölskyldumeðlimi vita af fyrirhuguðum ferðum mínu og ef þetta er ferð á vegum Ísalp er það á vef Ísalp hvert menn ætla. Eftir því sem ég hef heyrt frá þeim aðilum sem hlut áttu að máli þá var alls ekki ætlunin hjá fólki því sem þeir töluðu við á staðnum að hleypa þeim á jökulinn. Það var ausið í þá svívirðingum um að þeir væru nú meiri asnarnir að finna ekki eitthað annað fjall að fara á því það væri nóg af þeim á Íslandi. Ég hefði nú persónulega bara labbað þarna í gegn þrátt fyrir hótanir viðkomandi aðila. Það er alltaf hægt að reyna að bæta öryggi útivistafólks og persónulega held ég að besta aðferðin til þess sé að fræða fólk og gera það færara um að bjarga sér á fjöllum heldur en boð og bönn. Það er alveg á hreinu að ef farið verður út í tryggingu til að fá leyfi til að fara inn í þjóðgarðinn þá megið þið bara eiga hann. Það verður mjög áhrifarík aðferð til að fækka fólki á staðnum ef það er það sem þið viljið. Ég held að Ísalparar séu ekki of góðir að láta vita af ferðum sínum ég held að það séu all flestir hópar sem þarna fara um sem geri það án þess að tilkynna sérstaklega mönnum á staðnum um ferðir sínar. Ég vil benda á að á hverju vori fara fjölmargir hópar á Hvannadalshnjúk án leiðsögumanns og mér er til efs að þeir tilkynni það til þjóðgarðsvarðar. Þarna eru á ferðinni hjálparsveitarmenn og hópar með reyndu ferðafólki og í sumum tilfellum óreyndir fjallamenn.
Kveðja Olli