Re: svar: Umgengni við Valshamar

Home Umræður Umræður Almennt Umgengni við Valshamar Re: svar: Umgengni við Valshamar

#51545

Ljótt að heyra! Hingað til hefur maður getað fullyrt að þeir sem eru að stunda klifur og aðra heilbrigða útiveru og fjallamennsku, virði umhverfið og skilji ekki eftir sig rusl og viðbjóð. Ef sú fullyrðing á ekki lengur rétt á sér, er mér mjög brugðið.

Ef einhver er svo mikill sauður að geta ekki týnt upp eftir sig ruslið og gengið almennilega um þá má hann bara halda sig fjarri klifursvæðunum því annars mun það koma niður á öllum öðrum. Það eru nú dæmi um það að svæðum í einkaeign erlendis hafi verið lokað vegna slæmrar umgengni.

Ef einhver myndi verða til þess að aðgengi, t.d. að Valshamri, yrði heft vegna slæmrar umgengni, þá mun viðkomandi í besta falli missa alla virðingu annarra í sportinu. Leyfi mér að hafa það mína nýju og fullgildu fullyrðingu.

Ekkert f***ing rugl… Ganga vel um!!