Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Meira mix – meira stuð. › Re: svar: Tvíburagil

Frábær dagur í tvíburagilinu í dag.
Ég og Doddi renndum þanngað í dag byrjuðum á helvítis fokking fokk og skelltum okkur svo í olympískafélagið.
Stórskemmtilegt svæði við vorum reyndar ekki með neinar myndavélar á okkur en Guðjón og Ívar voru góðir í sér og mynduðu okkur aðeins.
Einnig fórum við 3 í kórinn í Kjósinni á föstudag og fórum spora í fínum aðstæðum og fórum svo í konudagsfossinn en hann var ekki kláraður þar sem efsti parturinn var svo rosalega kertaður.
Síðan fórum við 4 Ársælsmeðlimir í Austurárdal á sunnudaginn og voru aðstæður þar svipaðar og á myndunum frá seinustu grúppu þaðan. klifrðuðum við eitthvað afbrigði af bláu leiðinni og áætlun B.
Hendi einhverjum myndum á netið við tækifæri.
Dóri