Re: svar: Tryggingar fjallamanna – BMC

Home Umræður Umræður Almennt Tryggingar fjallamanna – BMC Re: svar: Tryggingar fjallamanna – BMC

#50139
0405614209
Participant

Ég var/er með mínar tryggingar hjá Sjóvá. Ég var með samning þess efnis að ég gæti verið í almennri fjallamennsku og svo myndi tryggingin líka gilda fyrir klifur (ís- og kletta-) ef það væri hluti af ferðalaginu/leiðinni sem ég var á.

Ég borgaði eitthvað smotterí fyrir þetta aukalega en hætti svo að kaupa þetta því að þetta var á of gráu svæði eftir reynslu sem ég varð fyrir. Málið var að það var brotist inn í einn af jéppunum og stolið gps tæki og einhverju útivistardrasli líka. Af því að þjófurinn braut ekki rúðu eða skemmdi bílinn við að brjótast inn í hann þá ætluðu þeir ekki að gera neitt í þessu.

Þessi tryggingarfélög eru helv. rummungar og menn ættu að taka sig saman og bjóða út allar sínar tryggingar og fara í leiðinni fram á að fá almennilegar fjallamennskutryggingar. Með því ættu að nást fram lægri iðgjöld og tryggingar sem hægt er að lifa við.

Kveðja
Kapteinn Kvaran