Re: svar: Tindfjallaskálinn – aftur

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjallaskálinn – aftur Re: svar: Tindfjallaskálinn – aftur

#51976
0703784699
Meðlimur

„Nú ef ég hef rangt f. mér að þá er það þeirra sem kynntu málið að útskýra þetta betur“ segi og skrifa aftur….

Ég gat ekki lesið annað útúr þessu en að það þarf að drífa þetta í gegn svo að FÍ geti eignast skálann á 500.000 þúsund, ef ég er að misskilja það svona hrottalega að þá segi ég það enn og aftur að þeir sem tóku málið upp í byrjun ættu að reyna að útskýra það betur. Þetta var ekki skrifað til að úttúða neinn eða neitt félag heldur bara að benda á hvernig þetta lítur út frá mínum bæjar dyrum séð. Lyktar smá Rei/GGE fílingur í þessu eða?

Ég get ómögulega séð annað en að FÍ vilji að þetta gerist sem fyrst , og þá spyr ég enn og aftur af hverju? Hvað liggur á? Vona að það lesist ekki og skiljist ekki sem óverðskulduð og kuldaleg orð að menn þurfi að svara f. asann? Ég veit ekki til þess að ég hafi notað sterk orð sem skilja má sem hallmæli en kannski hef ég önnur viðmið í þeim efnum en aðrir. Ég biðst innilegrar velvirðingar á því ef einstaklingar eða félög hafa tekið þessu illa. Ég tek það fram að þetta allt beindist að stjórn ísalp sem bar þetta mál upp (ekki FÍ enda báru þeir ekki upp erindið við mig þar sem ég er ekki félagi í þeirra samtökum) og bið ég þá að útskýra allar hliðar málsins betur svo ég (og eflaust aðrir) séum ekki að sitja hver í sínu horni illa upplýstir.

Ef ekki væri f. asann að þá myndi ég kannski hugsa þetta öðruvísi,

Því miður get ég ekki mætt til að hlusta á þetta á fundinum sem kallaður var til, og vona að utankjörfundaratkvæði mitt verði tekið sem NEI, þangað til betri rök koma um að selja.

En einsog Palli að þá væri ég mjög svo til í að fá að skoða það að leggja fram tilboð uppá 501.000 krónur til að eigna mér þennan skála, ef það væri þá hægt….ekki til einkanota heldur til að leigja hann út til félaga, gönguklúbba og annarra sem leið eiga þarna um og ég er mjög sveigjanlegur í samningum og gæti eflaust fundið góðar klausur með mínum lögmanni sem heimila Ísalp aðgang að skálanum. (úff aftur gerist ég sekur um að vera með hæðnistón eða?)

kv.Himmi