Home › Umræður › Umræður › Almennt › Snjóflóð á Hnjúknum o.fl. › Re: svar: Tilkynningarskyldan
1. júní, 2006 at 13:17
#50516

Moderator
Æi – mér hættir til að vera langsóttur
Point being að yfirgefinn bíll kl. 23:30 á planinu við Sandfell er mun snjallara system en að tapa sér í einhverju tilkynningaskyldubulli. Þessi hugmynd hefur margoft verið rædd varðandi rjúpnaskyttur, sleðamenn (sbr. nokkur útköll á Langjökul ofl) og allan fjandann. Ávallt hafa menn komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé bull.
Staðreynd málsins er sú að besta leiðin til að tryggja öryggi sitt til fjalla er betri þjálfun og útbúnaður. Þá er tilvalið að fara á námskeið hjá ÍSALP eða Björgunarsveitum.
Að öðrum kosti ættu menn að fara með Fjallaleiðsögumönnum og styrkja gott málefni (ferðasjóði starfsmanna)
SF