Re: svar: Þröngt á þingi í Álftarfirði

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Þröngt á þingi í Álftarfirði Re: svar: Þröngt á þingi í Álftarfirði

#48258
1704704009
Meðlimur

Upp af Bolungarvík er 3 spanna stölluð ísleið af ca 2. gráðu í Tungudal minnir mig. Þar gerðist svipað hjálmadæmi og ROK lýsir um páskana 2000. Í umrætt skipti var það stærðar hnullungur sem rúllaði niður skriðu, hlunkaðist síðan fram af hafti og skall í höfði mér. Hjálmurinn hreinlega maskaðist. Á hausinn kom golfkúla, enda keyrðist hjálmurinn niður í hvirfilinn af miklu afli. Eyrun sjóðhitnuðu og þetta var í raun hin versta upplifun. Hjálmurinn er ónýtur en hauskúpan í fínu lagi – veit ekki með drullið inn í henni.