Home › Umræður › Umræður › Almennt › Þríhnjúkahellir › Re: svar: Þríhnjúkahellir
16. september, 2007 at 03:18
#51669

Meðlimur
Við fórum tveir félagar niður í hellinn í dag,náðum því miður örfáum myndum vegna mikils raka, en hellirinn er alveg magnaður…Veðrið var með versta móti, hífandi rok og skafrenningur,en það skipti auðvitað engu máli þegar búið var að rigga öllu og síga niður. Allt gekk eins og í lygasögu,lögðum af stað um áttaleytið í morgun og vorum komnir heim um uppúr fimm.