Re: svar: Þjórsárdalur…

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Þjórsárdalur… Re: svar: Þjórsárdalur…

#53402
Siggi Tommi
Participant

Nokkrar tölfræðilega staðreyndir um túrinn.

09:00, lagt af stað í Botnýju (WI3). 150m simul-klifur með 12 skrúfum. 9:40 STÞ upp, 9:55 RH upp.

11:05, lagt af stað í Þrána (WI5+). 60m fyrri spönn, RH kominn upp 11:47, STÞ kominn í stansinn 12:15. 10 mín tepása ca.
13:15, STÞ uppi á brún eftir 35m foss og 10-15m snjóbrekku.
13:47, RH upp.

15:00, lagt af stað í Granna (WI4, efri parturinn slefaði í WI5 í þessum aðstæðum). Léttur stans eftir 50m, sólóað 20m slabb og léttur stans fyrir lokakaflann. 16:00 STÞ uppi. 16:25 RH uppi.

Svo var skemmtilegur ballet á ísbunkum 2-3m frá fossbrún Granna til að komast yfir ána… Frekar óhuggulegt.

Samtals ca. 150+100+120m eða um 370m af ís þennan dag á 7 1/2 tíma, ansi miserfiður reyndar.

Spurning hvort ætti að reyna að skáka Ines og Audrey í 1000m klifurdegi… :) (þær fóru reyndar allt WI5 og efriðara…)

Góður dagur á fjöllum!