Re: svar: Telemarkfestival – keppnisreglur allir lesa !!!

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Telemarkfestival – keppnisreglur allir lesa !!! Re: svar: Telemarkfestival – keppnisreglur allir lesa !!!

#53930
Goli
Meðlimur

Í ljósi ofangreindra athugasemda hefur keppnisstjórn bæst liðsauki; tröllaukið heljarmenni sem gæta mun öryggis og almenns velsæmis á keppnisstað. Ofurhugi sem náð hefur hæstu hæðum og er þeim kostum búinn að geta gefið dóma um þátttakendur með sínum risavaxna þumli – upp eða niður!!!

Eins og fram hefur komið geta mótbárur við ákvörðun keppnisstjórnar haft slæmar afleiðingar, en það sem ekki kom fram var um hliðarkeppnisgrein sem má best lýsa sem „Epli handa kennaranum“. Það má sem sagt gleðja keppnisstjórn í því skyni að milda hana í dómum sínum, læt ykkur um að finna út úr því en keppnisstjórn finnst kakó, smákökur og herðanudd ósköp gott!

Lifi spillingin (uuuu… eða var það byltingin) !?!