Re: svar: Telemarkbindingar + fjallaskíði

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Telemarkbindingar + fjallaskíði Re: svar: Telemarkbindingar + fjallaskíði

#54016
0808794749
Meðlimur

Miðað við þær upplýsingar sem ég fann um skíðin eftir stutt gúggl virðast þetta vera einhver uber fjallaskíði hönnuð fyrir spandex klædda alpabúa sem vilja helst fara upp en eru minna að spá í niðurferðinni.
Eða hvað?

Þau virðast allavegana vera súper létt, og ekki með neitt agalegt púðurplanka-lag (21 m radius)
Finn hinsvegar ekkert um stífleika skíðanna.

Ef ég væri þú þá myndi ég athuga hvort einhver vilji skipta… einhver sem að vill bæta svona mega léttum skíðum í safnið og getur látið þig fá skíði sem eru kannski betri í bláfjallahark og einstaka toppatúra.
Annars er ég nú enginn telemarksérfræðingur.
Sveifla mér um á „the worst ski ever made“ … Rossignol Attaque ’99 árgerð!