Re: svar: Takk fyrir

Home Umræður Umræður Almennt Labb á Tröllaskaganum Re: svar: Takk fyrir

#48903
Anonymous
Inactive

Ég gekk öfuga leið í fyrra frá Skíðaskálanum upp á Strýtu og þaðan yfir á Kistu og svo yfir á Tröllafjall. Ég var ekki með mannbrodda né ísöxi og lenti aldrei í neinum vandrægðum. Milli Kistu og Tröllafjalls er hryggur með nokkrum smátindum og jökull á báða bóga en þið gangið aldrei á jökli þar nema þið farið til hliðar við hrygginn. Ég gekk þessa leið um 12 ágúst í fyrra og ættu að vera svona svipaðar aðstæður núna eins og þá þar sem veður hefur verið mjög hlýtt. Ég gekk frá Hlíðarhryggnum við hliðina á Hlíðarskálinni upp á fell(eða fjall) sem er þar fyrir innan sem er næsta fjall áður en maður kemur á Strýtu og þar var nánast eini jökulinn á leiðinni(sem maður gengur yfir) sem er partur af Vindheimajökli og gekk ég upp sléttan og ósprunginn jökulinn upp hlíðina utan í fjallinu og átti ekki í neinum erfiðleikum. Ég mæli með þessari leið hún er frábær með ótrúlegur útsýni og að líta yfir Bægisárdal og Bægisárjökul frá hryggnum milli Tröllafjalls og Kistu er alveg einstakt.
Olli