Re: svar: Sunnudagurinn

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Sunnudagurinn Re: svar: Sunnudagurinn

#48343
2806763069
Meðlimur

Þetta verður fámennt en góðmennt, er ekki rétt að gefa fólki líka kost á að skrá sig á fjallamennska.is þar sem þessi harðlæsti elítu klúbbur leyfir aðeins þeim sem greitt hafa árgjald að tjá sig á þessum miðli.

Annars er það ítrekað að farið verður klukkan 7 og ég vill endilega að við hittumst allir (ekki þar með sagt að við getum ekki orðið öll) við höfuðstöðvarnar. Hver veit kannski verður þetta byrjuninn að einhverju nýju skipulagi hjá fjallamönnum.

Svo verður náttúrulega kaffi og kanilbomba á select, tilboð 220 kall, nýlagað kaffi og volg kanilbomba, tær snild.

Fyrir þá sem ekki komast á fætur klukkan 7 er síminn minn á síðu klifurhusid.is og þeir geta hringt í mig á sunnudagsmorgun til að fá upplýsingar um staðsetningu.

Úff hvað þetta er flókið.