Re: svar: Stardalur – boltun

Home Umræður Umræður Klettaklifur Stardalur – boltun Re: svar: Stardalur – boltun

#54013
Ólafur
Participant

Sigakkeri á eftirfarandi stöðum væri til þæginda:

Vesturhamrar: Rétt austan við toppinn á scottsleið þ.a. maður kæmi niður ca neðst í gilinu milli vestur og mið-vestur hamra.

Mið-vestur hamrar: Sennilega best að setja upp akkeri á svæðinu kringum Flagið og diet-7up.

Mið-hamrar: Vestast, fyrir ofan niður-klöngursleiðina sem byrjar ca þar sem Rispan endar.

Leikhúsið: Það væri óneitanlega þægilegt að hafa toppakkeri þar sem hægt væri að síga beint niður í leikhúsið. Það væri ekki óvitlaust að geta notað akkerið líka til að setja ofanvað í Óperu og hinar leiðirnar í þakinu.