Re: svar: Snjóflóð á Hnjúknum- skráning hjá þjóðgarðsverði

Home Umræður Umræður Almennt Snjóflóð á Hnjúknum o.fl. Re: svar: Snjóflóð á Hnjúknum- skráning hjá þjóðgarðsverði

#50510
Sissi
Moderator

Einmitt – eins og allir skrá sig í Chamonix áður en haldið er upp í gleðina *hóst*

Téður aðili er nú líka ekki alveg nægilega balanceraður til að vinna í þjónustuhlutverki, þvílík og önnur eins fúkyrði sem látin eru fjúka yfir gesti staðarins. Ef Sr. Heimir hefði heyrt slíkt frá sínum starfsmönnum þegar ég vann á Þingvöllum hefðu þeir verið látnir fjúka á staðnum.

Annars vel leyst hjá Arnari Kópi / ÍFLM uppi á Hnjúk, þó að vissulega hafi verið gaman að FBSR fengu loks að hoppa.

Snjóaðstæður þarna uppi á föstudaginn voru nú þannig að ég hefði alveg verið til í að skíða, eðalpúður, fyrst menn eru eitthvað að skjóta. Miklu betra en þegar ég hitti þig þarna um daginn Skúli. En hlutirnir eru fljótir að breytast á gervihnattaöld.

Friður,
Sizmeister